23.11.2008 | 14:03
Blekkingaleikur og smjörklípa
Liggur ekki í augum upp hvers konar blekkingaleikur hér er á ferðinni? Þarna skína klókindi hernaðarsérfræðingsins í gegn. Andstaða er að magnast upp gegn stjórnvöldum og það svo mjög að ráðherrar og aðrir eru orðnir hræddir um stöðu sína. Það er í augum þeirra bara tímaspursmál hvenær reiði almennings fer að beinast gegn valdhöfunum og öðrum þeim sem ábyrgir eru, þeir eru farnir að óttast um sig og þær byggingar þar sem þeir vinna. Þá er upplagt að búa til nýja skotskífu svo leit hefst að einhverju til að dreifa athyglinni.
Það var vitað mál að yrði t.d. þakklifrarinn handtekinn brytist út reiði og þar með slógu yfirvöld tvær flugur í einu höggi. Reiðin hópsins beinist gegn lögreglunni (og því frá yfirvöldum) og það er hægt að dobla hópinn til að bregðast við með því að loka sig inni og segja ekki orð. Það segir alla söguna að um leið og búið var að brjóta upp hurðar og úða piparúða hóf lögreglan þær hárréttu aðgerðir sem hún hefði strax átt að grípa til, að stilla sér upp í rólegheitunum og síðan að ræða við fólk. Nú eru yfirvöld hins vegar búin að tryggja sér betri stöðu í áróðursstríðinu gegn ,,lýðnum".
Það er ljótur leikur að fórna samhygð almennings og lögreglu á altari ótta stjórnvalda.
Fráleitt ólögmæt handtaka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.11.2008 | 11:59
Ábyrgðin nær ekki til SI!!!!!!
Úr 7. lið:
..Hluti af framkvæmdinni er einnig mat á því hvort stjórnendur og helstu hluthafar hafi gerst sekir um afglöp í rekstri eða misnotkun á bönkunum.
Og á spássíu er handskrifað: Nær ekki til SI" (Seðlabanka Íslands). Þvílík siðblinda!!!!
DV birtir yfirlýsingu stjórnvalda til IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2008 | 22:27
Magna Carta - Lord of The Ages
Um 1970 hafði ég mjög gaman af Magna Carta. Hér er lag með þeim:
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2008 | 10:18
Sýn á pólitíkina
Það er athyglisvert að þegar þingmanni verður það á að opna borgurum þessa lands sýn á hefðbundna pólitíska starfsemi, plott og bakstungur, skuli hann segja af sér.
Ég las þetta bréf vandlega og sá þar ekkert nema heilaga reiði og rökstudda gagnrýni sem ástæðulaus var að pukrast með - en það er víst ekki eðli stjórnmálamanna að koma beint fram. Hefðin er að koma aftan að fólki og helst í skjóli nafnleysis en þegar þjóðin fær svo óvart að sjá hvernig menn fara að treysta þeir sér ekki lengur til að halda áfram skotgrafapólitíkinni.
"All in all, it's just another brick in the wall..."
Bjarni segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.11.2008 | 22:58
Tilvalið efni á tónleikana
Bubbi er auðvitað hamhleypa til tónlistarverka og hefur komið ótrúlega miklu í verk um dagana. Nú stendur til að halda tónleikana Áfram með lífið og auðvitað er Bubbi með. Ég legg þar honum til handa eftirfarandi lagalista af plötum hans sjálfs - nöfn laganna hæfa nefnilega svo vel núna:
Sjálfsmorðsveitin
Blindsker
Reykjavík brennur
Er nauðsynlegt að skjóta þá?
Evrópa er fallin
Bak við veggi martraðar
Freedom for sale
Stríðsmenn morgundagsins
Hiroshima
Dancing Reggae with death
Reykjavík brennur
Menn að hnýta snörur
Þitt síðasta skjól
Íslandsgálgi
Aulaklúbburinn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2008 | 10:21
Nú á að finna sökudólga!
Eggjum kastað í Alþingishúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2008 | 13:03
Hér var það í morgun
IMF-lån på vej til Island
Offentliggjort 07.11.08 kl. 09:08
Den Internationale Valutafond (IMF) og en række europæiske lande, herunder skandinaviske lande, forbereder et stort lån til det finanskriseramte Island.
Ifølge det polske finansministerium er lånet på seks milliarder dollar - omkring 35 milliarder kroner.
- Polen har besluttet at tilslutte sig et konsortium af lande, der vil tilbyde finansiel bistand til Island, hedder det i en erklæring fra finansministeriet i Warszawa.
- Den Internationale Valutafond, skandinaviske lande, Storbritannien, Holland og Polen vil formentlig deltage i konsortiet. Vi venter, at det vil yde Island en hjælp på totalt seks milliarder dollar, hedder det i erklæringen.
Kannast ekki við pólskt lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2008 | 14:56
Verður afleiðingin 40% lækkun á verðtryggingu?
Bíðum nú við, ef íbúðaverð lækkar um 40% ætti það auðvitað að hafa bein áhrif á verðtryggingu lána sem tekin eru til íbúðakaupa.
Ef þessi vísitala væri ekki tómur brandari væru þetta góðar fréttir fyrir skuldara sem ekkert eru á leiðinni að selja ofan af sér. En auðvitað virkar það ekki svoleiðis. Bara hækkanir hafa áhrif á verðtryggingarvísitöluna.
Ef lottómiðar, brennivín eða prins póló hækkar, þá hækka húsnæðislánin. En ef raunverð húsnæðis lækkar um 40% hefur það engin áhrif!
Fyrir hverja er þetta kerfi gert? Það stuðlar augljóslega ekki að neinu réttlæti.
Spá 40% lækkun íbúðaverðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2008 | 19:15
Ruddakapítalistarnir
Það liggur við að maður fari að þakka fyrir að bankarnir hafi fallið. Aðeins þannig var líklega hægt að fletta ofan af þeim rudda- og hrottakapítalisma sem hér hefur ríkt og á fátt skylt við Adam Smith.
Á hverjum degi koma fram nýjar upplýsingar sem sýna og sanna að það var fyrir löngu kominn tími til að ryðja víxlurunum burt að hætti frelsarans. Vandinn var þó kannski ekki síst sá að þessir víxlarar litu á sig sem frelsara sem gætu leyft sér að ráða yfir lífi okkar borgaranna, bæði í bráð og lengd.
Íslenska efnahagsviðundrið var skelfileg tilraun geggjaðra hjávísindamanna sem nú fá vonandi að taka þátt í því að greiða kostnaðinn með okkur hinum. Sannanir fyrir sekt þeirra ættu að vera ótvíræðar.
Yfirlýsingin kom frá forstjóra Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2008 | 14:13
McCain og bin Laden
Obama enn með forskot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)