18.12.2008 | 12:11
Hvers vegna núna?
Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þetta er kynnt lesendum blaðsins einmitt núna? Er einhver ferðaskrifstofan að rúlla? Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem fréttir eru sagðar undir rós í íslenskum fjölmiðlum.
Farþegum verði komið heim án aukakostnaðar ef illa fer | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2008 | 23:04
Meet the new boss, same as the old boss
Um áratuga skeið var íslensk blaðamannastétt undir hælnum á pólitíkusum. Blöðin voru í eigu flokkanna og menn voru ráðnir eftir a) pólitískum skoðunum og b) ritfærni. Allir undu glaðir við sitt og Mogginn skammaði Þjóðviljann og pissaði til skiptis utan í Alþýðublaðið og Tímann. Ekkert var þar sagt nema með samþykki eigenda og það var ekki fyrr en undir aldamótin síðustu að þetta byrjaði aðeins að breytast.
Þá brá svo við að eignarhald byrjaði að riðlast. Nútíma viðskiptahættir héldu innreið sína og fjölmiðlar fóru að ganga kaupum og sölum eins og hver önnur fyrirtæki. En eitt breyttist þó ekki, þjónkun fjölmiðla við eigendur sína. Pólitíkusar gráta hins vegar hlutinn sinn því nú segja nýir eigendur ritstjórnum sínum og ritstjórum fyrir verkum og nú eru það ekki hin þröngu flokkspólitísku sjónarmið sem ráða heldur þröng viðskiptaleg sjónarmið.
Eða eins og Townshend segir í laginu Won't get fooled again (you wish!!):
The change, it had to come
We knew it all along
We were liberated from the foe, that's all
And the world looks just the same
And history ain't changed
'Cause the banners, they all flown in the last war
...
Then I'll get on my knees and pray
We don't get fooled again
Don't get fooled again
...
Meet the new boss
Same as the old boss.
Íhugar málsókn gegn Kastljósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2008 | 14:35
www.folkalley.com
Þjóðlagatónlist á sér marga áhangendur og ég er einn þeirra. Ég hef mjög gaman af því að hlusta á sendingar bandarísku netútvarpsstöðvarinnar FolkAlley sem býður upp gríðarlega fjölbreytt úrval fyrir okkur folkies. Allan sólarhringinn er útsending í gangi með kynnum sem hafa fjölbreyttan smekk fyrir folk og world tónlist. Svo er send út sérstök rás sem kallast Fresh Cuts með öllu því nýjasta úr þessum kima tónslitarinnar. Það áhugaverðasta er þó kannski Open Mic þar sem hlustendur geta sjálfir hlaðið upp sinni eigin tónlist skv. ákveðnum reglum. Hlustendur geta svo ýmist hlustað á lag og lag á síðunni eða sótt tónlistina í sína eigin tölvu. Því til viðbótar er svo ítarleg umfjöllun um ýmsa valda tónlistarmenn alls staðar að.
Það kostar ekkert að skrá sig á síðuna og ég mæli eindregið með henni fyrir áhugamenn um þjóðlagatónlist.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2008 | 21:56
ESB eða Írak?
Fyrst ekki þótti ástæða að hafa þjóðaratkvæði um aðild Íslendinga að stríðinu endalausa í Írak er varla ástæða til að láta kjósa um hvort hefja eigi aðildarviðræður við ESB. Ef stjórnvöld ná samningum verður hins vegar kosið um aðildina en að því er hvergi nærri komið og nægur tími gefst til að kynna kosti og galla mögulegrar aðildar fyrir þjóðinni.
Ef stjórnvöld sætta sig ekki við það sem lagt er á borðið geta þau hvenær sem er hætt samningaumleitunum.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.12.2008 | 11:48
Það er fljótt að breytast
Glitnir hlaut verðlaun hjá Financial Times í júní 2008, sjá hér. Takið sérstaklega eftir því hverjir aðrir voru í hópi verðlaunahafa. Það er nefnilega engum að treysta í þessum fjármálaheimi.
04.06.2008
Glitnir hlýtur viðurkenningu Financial Times
Sjálfbærniverðlaun ársins voru afhent við hátíðlega athöfn í Lundúnum á þriðjudagskvöld og lenti Glitnir í öðru sæti í flokknum Sjálfbæri samningur ársins (e. Sustainable Deal of the Year). Glitnir var í hópi fyrirtækja á borð við Merrill Lynch, Citi US og Morgan Stanley. Meðal ræðumanna við verðlaunaathöfnina voru Boris Johnson, nýr borgarstjóri Lundúnaborgar og Marcus Agius, stjórnarformaður Barclays.
Viðskiptavinir í Lúx telja sér mismunað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 16:52
Krónan er skráð 25% of hátt
Krónan veiktist um 1,2% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.12.2008 | 15:47
Vélþýðingar ná nýjum hæðum!
Getur nokkur ímyndað sér um hvað þessi grein á að vera?
Samsung NC10 kvennakörfubolti: já, þessi hljómborð raunverulega er mikill
Það hjartarskinn taka mikill til greina á milli sjálfur frá þinn kvennakörfubolti keppinautur, og einu sinni orð got út þessi the Samsung NC10 had a langt betri hljómborð en annar fjárhagsáætlun ultraportables weve seen, það verktaki heilmikill pre- fara fram hópur stuðningsmanna Laptop Tímarit hafa sumir snertið ekki- á tími með the NC10, og koma aftur með ómerkingur þessi vilja raunverulega telja af vildi- vera kaupandi; the kvennakörfubolti feels í því að fljótur eins og þess Atóm meðbræður, og þessi hljómborð raunverulega er góður.
Í staðreynd, þeir orðatiltæki það ) raunverulega vera the bestur hljómborð á a kvennakörfubolti enn, koma frá the MSI Vindur U100 frá þessi álit staða Hluti af the aðdráttarafl er þessi þess 93- prósent af the stærð af a staðall hljómborð according to til Samsungs reikningur, engu að síður með byggja- gæði og ljúka við a hak yfir the hvíla.
Á meðan there var neitun tækifæri til kvóti, búast við the venjulegur snúa af hraði frá the einn- algerlega 1.6GHz Vitsmunir Atóm CPU, 1GB af HRÚTUR og 120GB harður- ökuferð There einnig a 1.3-megapixel webcam og a 6- klefi rafhlaða; itll hlaupa Gluggakista XP og vera laus í blár og hvítur litur hvenær það sjósetja í the OKKUR fyrir $499. Skrá sig út Laptop Mags vídeó á the hlekkur yfir.
Svarið við spurningunni er hér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2008 | 14:21
Seðlabankastjórinn Riad Salameh
Riad Salameh stýrir seðlabanka Líbanons. Á árinu 2007 sá hann hvað framundan var í efnahagsmálum en hann hringdi ekki í gleymna ráðherra eða skrifaði skýrslur með skilaboðum á milli línanna. Nei, hann setti líbönskum bönkum einfaldlega þau skilyrði að koma sér út úr alþjóðlegum skuldbindingum. Þeir fengu ekki leyfi til að skuldsetja sig um of og urðu að hafa 30% eigna sinna í reiðufé. Þeir fengu ekki leyfi til að kaupa skuldavafninga og veikburða bankar urðu að renna saman við stærri og sterkari banka. Seðlabankastjórar hafa nefnilega völd.
Fjármálakreppan sneiðir nú fram hjá Líbanon, seðlabankinn ræður yfir fúlgum fjár og rekstur banka þar er með miklum ágætum, þrátt fyrir miklar skuldir vegna enduruppbyggingar eftir áratuga stríðsátök. Um þetta má lesa hér.
Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2008 | 14:18
Hlustið í staðinn á Neil Young
Stjörnutónleikum frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2008 | 14:34
Um pólitíska ábyrgð
Það er mikið rætt um ábyrgð núna. T.d. er heil síða með áliti fjögurra valinkunnra manna í Fréttablaðinu í morgun. Það merkilega er þó að þar tala allir um beina ábyrgð og siðferðilega ábyrgð en enginn nefnir pólitíska ábyrgð. Hún er nefnilega alveg óskilgreind í íslenskum hugarheimi.
Menn hafa bent á Guðmund Árna og Albert sem dæmi um menn sem öxluðu pólitíska ábyrgð en það er ekki rétt, þar var um að ræða beina og/eða siðferðilega ábyrgð. Í pólitískri ábyrgð felst það hins vegar að pólítískt kjörinn ráðamaður tekur á sig ábyrgð (sama að hve miklu leyti honum ber að axla hana) og grípur til aðgerða.
Gott dæmi um pólitíska ábyrgð er þegar brú hrundi í Belgíu. Hún var orðin nokkura ára gömul en samgönguráðherra tók samt á sig pólitíska ábyrgð með því að segja af sér. Þar með var sá hluti dæmisins ljós, björgunaraðgerðir og viðgerðir gátu hafist og jafnvel leit að þeim sem bar beinu ábyrgðina, ef hægt yrði að finna hann. Kannski var það verkfræðingurinn, kannski verktakinn, en það skiptir ekki máli hér heldur það að pólitísk ábyrgð var öxluð.
Og svo við lítum heim til Íslands þá er Davíð Oddsson líklega búinn að skilgreina beinu/siðferðilegu ábygðina á því að íslenska þjóðin þarf nú að greiða þúsund milljarða eftir hrun bankanna. Hann sagði nefnilega í viðtali í sumar að hefði opinber ábyrgð á skuldum bankanna átt að fylgja við söluna hefði verðið orðið að vera miklu hærra. Nú er komið í ljós að opinbera ábyrgðin fylgdi bönkunum í raun þótt seljendunum hefði ekki verið það ljóst þegar þeir voru seldir. Beina og siðferðilega ábyrgðin liggur því hjá forsætisráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptamálaráðherra sem önnuðust söluna. Hverjir voru það og hverjir þeirra eru enn ráðherrar? Og þar með er líklega líka búið að skilgreina pólitísku ábyrgðina, nú er bara spurning hvort viðkomandi er maður til að axla hana.
31,6% stuðningur við stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)