Þjófstart

Það var sérstaklega athyglisvert að skoða opnuviðtalið vð Bjarna Ármannsson í DV á föstudaginn. Fátt kom reyndar á óvart í viðtalinu sjálfu en myndin sem fylgdi því var lýsandi. Þar stenda margir tilbúnir á marklínunni að taka þátt í maraþoni Glitnis (sem nú breytist líklega í skuldamaraþon) en Bjarni er búinn að þjófstarta...

Kemur ekki á óvart

Það er ekki skrýtið. Þjóðin gerir sér auðvitað grein fyrir að líklega voru útrásarvíkingarnir allir sem einn í Sjálfstæðisflokknum. Fum og fát í krísunni bæta heldur ekki úr skák. Skyldu ekki einhverjir stólar vera í hættu og einhverjar silkihúfurnar með votu svitabandi?
mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fé til handa námsfólkinu!

Þetta er glæsilegt framlag þjóðar sem ekkert vill okkur nema allt hið besta. Færeyingar gera sér grein fyrir gildi menntunar og þekkingar hér á norðurslóðum og því geri ég það að tillögu minni að féð frá Færeyjum verði eyrnamerkt í þágu íslensk námsfólks erlendis. Það væri áþreifanlegur vitnisburður þess að við tökum svona hjálp alvarlega og viljum beina henni til framtíðar.
mbl.is Siðferðileg skylda að hjálpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lélegustu viðskipti sögunnar?

Um síðustu aldamót seldi þáverandi fjármálaráðherra þrjá íslenska banka fyrir um 50 milljarða króna en leysir þá nú aftur til sín sem forsætisráðherra fyrir 1000 milljarða króna. Man einhver eftir lakari fjárfestingu í heimssögunni?
mbl.is Furðulegt að samtalið skyldi leka í fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær skipti Geir um skoðun og hvernig kom það fram?

Í nokkurra ára gömlu sjónvarpsviðtali sem Kastljós endursýndi á dögunum segir Geir að það sé eins gott að ekki hafi tekist að koma bönkunum úr landi eins og einhverjir óskilgreindir menn höfðu lagt til.
Nú segist hann hafa haft áhyggjur af útþenslu þeirra og að hann hafi reynt að sporna gegn henni. Því er eðlilegt að spyrja:
,,Hvenær skipti Geir um skoðun á útrás bankanna, hvernig sýndi hann þjóðinni það og í hverju var baráttan gegn þenslunni fólgin?"


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Það er verið að reyna að búa til þjóðhagsspá...”

Nú hefði verið gott að hafa Þjóðhagsstofnun...
mbl.is Vonandi niðurstaða fljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttasta greiningin

Norski fjármálaráðherrann greindi ástæður hrunsins hér á landi kannski best allra. Hún sagði:

Sökina er að finna hjá íslensku bönkunum sem þöndust stjórnlaust út, hjá íslenskum yfirvöldum fyrir að sporna ekki gegn því þrátt fyrir ábendingar og hjá íslenskum almenningi fyrir að taka þátt í hrunadansinum.


mbl.is Ráðherrar funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Wall Street Shuffle

Nú er kominn tími til að rifja upp hið ágæta lag 10CC af Sheet Music, The Wall Street Shuffle:

Do the wall street shuffle
Hear the money rustle
Watch the greenbacks tumble
Feel the sterling crumble
You need a yen to make a mark
If you wanna make money
You need the luck to make a buck
If you wanna be getty, rothschild
You've gotta be cool on wall street
You've gotta be cool on wall street
When your index is low
Dow jones ain't got time for the bums
They wind up on skid row with holes in their pockets
They plead with you, buddy can you spare the dime
But you ain't got the time
Doin' the....
Doin' the....
Oh, howard hughes
Did your money make you better?
Are you waiting for the hour
When you can screw me?
`cos you're big enough
To do the wall street shuffle
Let your money hustle
Bet you'd sell your mother
You can buy another
Doin' the....
Doin' the....
You buy and sell
You wheel and deal
But you're living on instinct
You get a tip
You follow it
And you make a big killing
On wall street


Kostar evran 305 ISK?

Það er engin furða þótt menn séu tregir erlendis. Gengið hér heima er allt annað en úti og t.d. á Euro Investor er ofangreint verð gefið upp á evrunni. Danska krónan er þar sögð kosta um 41 íslenska.
mbl.is Krefjast staðgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málin skýrast

Þá liggur ljóst fyrir hvers vegna Rússar hafa sent flugvélar sínar svo margar ferðir að Íslandi undanfarið, þeir eru auðvitað bara að leita að fjárfestingakostum.
mbl.is Guðni og Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband