Sýn á pólitíkina

Það er athyglisvert að þegar þingmanni verður það á að opna borgurum þessa lands sýn á hefðbundna pólitíska starfsemi, plott og bakstungur, skuli hann segja af sér.

Ég las þetta bréf vandlega og sá þar ekkert nema heilaga reiði og rökstudda gagnrýni sem ástæðulaus var að pukrast með - en það er víst ekki eðli stjórnmálamanna að koma beint fram. Hefðin er að koma aftan að fólki og helst í skjóli nafnleysis en þegar þjóðin fær svo óvart að sjá hvernig menn fara að treysta þeir sér ekki lengur til að halda áfram skotgrafapólitíkinni.

"All in all, it's just another brick in the wall..."

 


mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Bjarni sýnir fordæmi sem fleiri Alþingismenn og Seðlabankastjórar mættu tileinka sér. Hann skeit á sig og sagði svo af sér. Ég tek ofan.

Eva Benjamínsdóttir, 11.11.2008 kl. 14:48

2 Smámynd: Heidi Strand

http://gingeranyhow.com/texts/detail/IMG_1515.jpg

Heidi Strand, 11.11.2008 kl. 22:12

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég tek ekki ofan þegar menn sem skíta á sig segja af sér. Mér finnst sjálfsagt að hver skeini sig sjálfur (svo lengi sem hann/hún hefur getur og vit til).

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.11.2008 kl. 13:43

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hins vegar styð ég það að fleiri kúkalabbar standi upp skeini sig í staðinn fyrir að sitja með delluna á rassinum. Lyktin er svo vond, þó ekki væri annað.

Ég vil líka menn/konur sem hafa stjórn á slíkum málum í stólana, ekki að einhverjir nýskeindir komi aftur í þá.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.11.2008 kl. 13:47

5 Smámynd: Heidi Strand

Heidi Strand, 13.11.2008 kl. 06:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband