3.12.2007 | 20:23
Íslensk stéttaskipting í (tón)verki
Ekki er að efa að kvöldið hefur verið vel heppnað en svolítið sérstakt er það óneitanlega að listafólk úr hópi lægst launuðu starfsmanna hins opinbera sé sérstaklega ráðið til að skemmta auðuga liðinu. Ég er eiginlega alveg viss um að enginn félaga Melabandsins hefur ráð á að kaupa sér Lexus - þótt söngvararnir hafi það kannski. Ég vona að hljóðfæraleikararnir hafi líka hafi fengið vel greitt fyrir framlagið.
Hér áður fyrr var listafólk oftast nær eins konar ölmusulýður við hirðir Evrópuaðalsins og kannski er þróunin svipuð hér á landi. Nær því allar listasamkomur eru nú orðið í boði einhverra peningafursta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2007 | 13:04
Skilnaðir dýrkeyptir jörðinni
Loftslagsráðstefna SÞ hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2007 | 08:41
Skynsamleg viðbrögð
Breytingum Chavez hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.12.2007 | 16:38
CO2 magn í lofti í hálfa öld
Fyrir um hálfri öld hófust mælingar á CO2 magni í lofti á tveimur stöðum, Havaí og Suðurpólnum. Staðirnir voru valdir með það fyrir augum að komast sem allra mest hjá áhrifum frá þéttbýli.
Þessi mynd sýnir stöðuga aukningu en líka árstíðabundna sveiflu.
Nánar má lesa um hið merka frumkvöðlahlutverk sem Charles David Keeling vann hérna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.12.2007 | 10:15
Hryðjuverkamenn
Víða heyrir maður undrunartón í konseptliðinu: ,,Hvað er þetta, skilja Kanadamenn ekki grín? Þetta er list."
En auðvitað er þetta hótun um hryðjuverk í hugum fjölda fólks sem hefur verið kennt að vera á varðbergi. Það er hvorki fyndið né frumlegt að skilja eftir sprengjur eða eftirlíkingar af þeim á almannafæri. Ef menn efast um það má t.d. spyrja fórnarlömb símaklefasprengjumannsins í Kaupmannahöfn eða Una-bomberans í Bandaríkjunum.
Það er allt í lagi að hafa í huga að í Gvantanamó á Kúbu sitja hundruð manna sem margir hverjir hafa dúsað þar í hálfan áratug fyrir lítt meiri sakir en þetta. Og allt er það gert með þegjandi samþykki íslenskra yfirvalda sem líklega munu þá áfram hafa sömu afstöðu og skipta sér ekki þessu máli þótt að þessu sinni sé um Íslending að ræða. Eða eigum við kannski von á nýju þjóðarátaki: Sprengjufíflið heim!
Getur búist við 4 ára fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.11.2007 | 16:33
Ólán í láni
Hvað kostar að taka bankalán til íbúðakaupa til 40 ára sé gert ráð fyrir 3% verðbólgu allan lánstímann? Svarið kemur á óvart því útkoman getur verið mjög breytileg.
Hjá Glitni kostar 40 ára 15 milljóna kr. húsnæðislán með jöfnum greiðslum alls 79,3 milljónir með vöxtum og verðbólguþætti.
Hjá SPRON kostar 40 ára 15 milljóna kr. húsnæðislán með jöfnum greiðslum alls 75,5 milljónir með vöxtum og verðbólguþætti.
Hjá Landsbankanum kostar 40 ára 15 milljóna kr. húsnæðislán með jöfnum greiðslum alls 76,8 milljónir með vöxtum og verðbólguþætti.
En nú kemur það athyglisverða sem fáir virðast gera sér grein fyrir og Landbankinn einn gefur kost á í reiknivélum sínum:
Hjá Landsbankanum kostar 40 ára 15 milljóna kr. húsnæðislán með jöfnum afborgunum alls 56,9 milljónir með vöxtum og verðbólguþætti.
Það munar sem sagt um 20 milljónum á þessu 40 ára tímabili hvort maður tekur lán með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum. Bankarnir halda muninum ekki mikið á lofti en allar fjölskyldur hlýtur að muna um hálfa milljón á ári að jafnaði.
Húsnæðislán binda bankaviðskipti fólks og því er sjálfsagt að kynna sér vel alla kosti sem í boði eru áður en sá hnútur er hnýttur.
Kaupþing var ekki tekið með í þessari umfjöllun því reiknivélin þar gefur ekki kost á að skoða verðbólguþáttinn. Notast er við reiknivélar bankanna sjálfra.
Það er svo allt annað mál hve miklu skynsamlegra það er að taka lán til 25 ára en 40.
100 starfsmenn Glitnis í mat fyrir 500 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2007 | 23:07
Veðköll á fasteignamarkaði?
Fyrir um 15 árum lentu margir finnskir lántakendur, sem tekið höfðu hátt í 100% til húsakaupa, í því að verðgildi húsanna og þar með veðsins fyrir lánunum hafði rýrnað það mikið að það það dugði ekki til. Þá hófu bankar veðköll (margin calls) með þeim afleiðingum að þeir sem ekki gátu útvegað meiri veð voru neyddir til að selja, svona svipað og gerist hjá einstaka verðbréfaeigendum í yfirstandandi hrinu verðlækkana verðbréfa.
Hvenær skyldi koma að þessu hér á landi? Uppboðum/gjaldþrotum vegna greiðsluerfiðleika á fasteignamarkaði fer fjölgandi og veðköllin munu hellast yfir ef umtalsverð og/eða varanleg verðlækkun verður á fasteignamarkaði. Þá er þjóðin farin að nálgast á ný ástandið sem ríkti hjá húskaupendum og húsbyggjendum á fyrstu árum 9. áratugarins þegar Steingrímur Hermannsson réð ríkjum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2007 | 22:15
Lýst eftir blárri bodhran-trommu
Á níunda áratug var ég m.a. önnum kafinn við að leika írska og skoska tónlist með Wilmu Young fiðluleikara, ekki síst á Ölkeldunni á 2. hæð að Laugavegi 22. Við höfðum á ferðum okkar keypt forláta írskt bodhrán, trommu sem haldið er lóðréttri og hún slegin með sérstökum kólfi. Tromman var frekar stór og fallega blá með mynd í skinninu og svo hvarf hún hreinlega eitt kvöldið af efstu hæðinni og hefur ekki sést síðan.
Ég var búinn að steingleyma þessu atviki en þegar ég horfði á hana Eyvøru í kvöld og sá snjalla undirleikarann hennar með bodhránið sitt rifjaðist þetta upp fyrir mér og ég ákvað að lýsa eftir gripnum, ef ske kynni að samviskubit væri farið að láta á sér kræla. Trommunni má skila í ganginn að Brautarholti 28, efstu hæð.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2007 | 21:16
Pítsa er neyðarbrauð!
Flatbakað brauð af ýmsu tagi á sér langa sögu en þegar tómatar bárust frá Perú til Ítalíu á 16. öld varð fyrsta pítsan til. Fátæklingar höfðu yfirleitt bara hveiti, hvítlauk, olíu, fitu, ost og kryddjurtir til matargerðar og tómatar voru vel þegin viðbót. Nú er þessi réttur orðinn einn uppáhalds skyndibitinn, ein helsta uppspretta næringar og kannski ein af ástæðum aukinnar offitu í hinum vestræna heimi.
Á mínu heimili er aðkeypt pítsa aðeins snædd þegar virkilega nauðsyn ber til og því fæddist þetta skemmtilega heiti yfir réttinn hér í kvöld, nokkrum dögum eftir dag íslenskrar tungu. Pítsa er sannkallað neyðarbrauð!
18.11.2007 | 22:24
Rökstuddar tilgátur
Það er miður að ekki skuli fyrirfinnast nákvæm íslensk þýðing á hugtakinu An educated guess. Öll raunvísindi eru í raun educated guesses og sama má segja um margar aðrar fræðigreinar, ekki síst hagfræði og stjórnmálafræði, svo ekki sé nú minnst á guðfræði.
Í ljósi þess sérstakt að velta því fyrir sér að nú, þegar stöðugt stærri og öflugri hópur vísindamanna kemst að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að breytingar á veðurfari og hlýnun á jörðinni SÉ Í RAUN að hluta til mönnum að kenna og að þeir verði að axla sína ábyrgð með því að grípa til aðgerða, skuli nokkur hópur manna sem hefur tröllatrú á hagfræðikenningum rissuðum á servíettur eða mismunandi nákvæmlega þýddum textum frá Austurlöndum nær ljúka upp einum munni um að þessir vísindamenn séu, með þeirra eigin orðum, umhverfisflón og loddarar. Og hver eru rökin? Jú, það eru sagðir óvissuþættir í röksemdafærslunni, svo ekki sé nú minnst á upphaldsrökin að einhvern tíma á dögum kalda stríðsins hafi maður spáð hruni fiskstofna sem ekki rættist.
Þetta eru þunn rök, einhvers konar uneducated guesses, enda fæst sett fram af fagfólki á því sviði sem um er rætt. Rök Ólafs Teits um bandaríska náttúrufræðinginn sem ekki ku hafa vit á stíflum eiga nefnilega ekki síður við um bæði stjórnmálafræðinga og ýmsa sjálfskipaða spekúlanta sem fjalla um hnattræna veðurfars- og umhverfisþætti fremur af vilja en mætti.
Rauði hálfmáninn: Allt að 10.000 fórust í Bangladesh | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)