2.1.2008 | 15:35
Læknar án landamæra benda á hörmungar
1. Hungursneyð og skelfingar þess fólks sem flúð hefur bardagana í Sómalíu.
2. Örvænting, ringulreið og hrunið heilbrigðiskerfi í Simbabve.
3. Aukin útbreiðsla fjölónæmra berkla.
4. Vanmáttug viðbrögð gegn vannæringu.
5. Vandi almennra borgara í vopnuðum átökum á Sri Lanka.
6. Stöðugt versnandi ástand í Kongólýðveldinu.
7. Ömurlegar aðstæður íbúa á átakasvæðum í Kólumbíu.
8. Takmörkuð neyðarhjálp í Mjanmar/Burma.
9. Borgarar í miðri átakalínu vopnaðra hópa í Miðafríska lýðveldinu.
10. Neyðarhjálpar er áfram þörf í Téténíu þótt dregið hafi úr bardögum þar.
Það eru ekki alls staðar jólin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.12.2007 | 16:00
KIVA - Fyrsta lánið mitt greitt upp
Fyrr í ár sagði ég frá KIVA-örlánakerfinu og fékk mikil viðbrögð.
Það hefur orðið sprenging í þessari örlánastarfsemi, bara í nýliðinni viku bættust við yfir 18.000 nýir lánendur á Kiva, 800 þúsundir dala voru lánaðar, yfir 1.000 manns fengu lán og 420 greiddu lán sín upp. Meðal þeirra var hún Tatyana Akulenko í Úkraínu sem endurgreiddi 1000 dali á 2 mánuðum. Nú hef ég því fengið fyrsta lánið endurgreitt og get lánað féð að nýju. Ég hvet alla til að skrá sig á KIVA og taka þátt í þessu starfi fyrir framtíðina.
Gleðilegt ár!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.12.2007 | 09:40
Rökrétt framhald
Falsaði fráfall föður í ritgerðarsamkeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.12.2007 | 23:03
Bíbí og bla bla...
Ég las söguna um Bíbí á jólaföstunni og varð svo dapur yfir þessari einbeittu ósk um að klúðra tækifærunum. Það var sama hvaða beinu og breiðu vegir voru framundan, alltaf valdi söguhetjan skurðina. Hvað eftir annað komst hún í snertingu við gott fólk sem vildi henni vel en alltaf var slegið á útréttar hendur.
Ég hafði eiginlega ákveðið að gleyma þessari bók en svo rakst ég á þessa umfjöllun hennar Hallgerðar Pétursdóttur þar sem ég er svo sammála hverju orði að ég verð eiginlega að vekja athygli á henni. Það er alltaf erfitt að verða fyrst/ur til að gagnrýna það sem aðrir hrósa svo hún á allan heiður skilinn fyrir það.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2007 | 18:25
Útlitið nú, hvað kemur næst?
Ýmislegt er gert sér til gamans á blogginu. Sumir vilja reyna á þanþol hins frjálsa miðils og það er auðvitað hið besta mál, séu ákveðin mörk virt. Meðal þeirra má nefna útlit fólks en nú hefur maður nokkur ákveðið að beina athyglinni að útliti nokkurra femínista sem honum virðist vera í nöp við. Margir fagna þessu tiltæki en aðrir gagnrýna það. Ég er hins vegar hugsi.
Götustrákar fyrri alda tíðkuðu það að elta fólk með skömmum og svívirðingum, gera mikið úr útlitseinkennum þess og ýkja þau og skrumskæla í lýsingum og hæðast síðan að öllu saman. Eru menn á sömu leið á blogginu? Þá hefur nú lítið unnist hvað mannasiði áhrærir. Næst er þá líklega að kjósa t.d. feitasta stjórnmálakarlinn/konuna, skrýtnasta skallann á Alþingi og ófríðasta Vestfirðinginn. Og hvers vegna að takmarka sig við stjórnmálamenn? Hvað um stærsta nefið í fréttasettinu, gulustu tennurnar eða stærstu augnpokana? Og allt fatlaða fólkið, maður lifandi. Þokkabloggararnir hafa þar um auðugan garð að gresja en ég hef ekki geð í mér til að telja upp möguleikana sem þar bíða.
Ómar er með bloggi sínu að gera svipað og Þórarinn ekki-sprengjumaður í Toronto. Hann býr til fjölmiðlafár með þátttakendum sem ekki eru spurðir álits heldur kippt inn í hringiðu ,,verksins", neyddir til þátttöku í því. Ómar gengur hins vegar enn lengra en Þórarinn því hann velur sjálfur þá sem hann vill nota í ,,verki" sínu þótt hann hafi reyndar vit á að kalla það ekki ,,listaverk".
Fegursti femínistinn valinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.12.2007 | 13:20
Fleiri negldir en Gulli...
Norska sjónvarpskonan Pia Haraldsen hrekkti nokkra íslenska broddborgara. En hún hefur hrekkt fleiri, hér er viðtal við James nokkur Oddo stjórnmálamann og repúblíkana.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 23:40
Gæti verið verra
Á meðan tollararnir skoðuðu bílinn fékk hann hjartaslag og dó.
Tók vodkalítra í einum teyg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2007 | 20:56
Plant og Page & Co.
Fyrir tæpum sólarhring léku Led Zeppelin á tónleikum í London. Núna er ég að horfa/hlusta á Stairway to Heaven frá þeim tónleikum á YouTube. Nær 142.000 manns hafa nú þegar horft á atriðið. Gaman...
Að eilífu, Ahmet.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.12.2007 | 20:03
Naglar og pólitískar skoðanir
Ég velti því stundum fyrir mér hvaða munur sé á þeim sem setja nagla undir bílana sína og okkur hinum. Er það köld skynsemi eða ástæðulaus óöryggiskennd að nota nagla? Erum við þessir naglalausu fyrirhyggjulausir kæruleysispúkar eða bara menn sem kunna vetrarakstur?
Það væri nú svolítið gaman, næst þegar Gallup eða aðrir stórir fyrirspyrjendur ryðja sínum spurningavögnum yfir þjóðina, að fá spurningu um naglanotkun samtímis og spurt er hvaða flokk menn kjósa. Niðurstaðan gæti komið á óvart!
38% bifreiða á negldum hjólbörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.12.2007 | 13:29
Yfirlit yfir áhrif hnattrænnar hlýnunar
Ekki er tekin endanleg afstaða til þess hver ástæðan gæti verið þannig að allir rétttrúnaðarmenn, hvor megin hryggjar sem þeir liggja, geta kynnt sér þetta fordómalaust.
Hiti hefur vitaskuld áður hækkað á jörðinni en þá voru þar ekki búsettir rúmir sex milljarðar manna.
Bylur í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)