Rökstuddar tilgátur

Það er miður að ekki skuli fyrirfinnast nákvæm íslensk þýðing á hugtakinu “An educated guess”. Öll raunvísindi eru í raun “educated guesses” og sama má segja um margar aðrar fræðigreinar, ekki síst hagfræði og stjórnmálafræði, svo ekki sé nú minnst á guðfræði.

Í ljósi þess sérstakt að velta því fyrir sér að nú, þegar stöðugt stærri og öflugri hópur vísindamanna kemst að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að breytingar á veðurfari og hlýnun á jörðinni SÉ Í RAUN að hluta til mönnum að kenna og að þeir verði að axla sína ábyrgð með því að grípa til aðgerða, skuli nokkur hópur manna sem hefur tröllatrú á hagfræðikenningum rissuðum á servíettur eða mismunandi nákvæmlega þýddum textum frá Austurlöndum nær ljúka upp einum munni um að þessir vísindamenn séu, með þeirra eigin orðum, umhverfisflón og loddarar. Og hver eru rökin? Jú, það eru sagðir óvissuþættir í röksemdafærslunni, svo ekki sé nú minnst á upphaldsrökin að einhvern tíma á dögum kalda stríðsins hafi maður spáð hruni fiskstofna sem ekki rættist.

Þetta eru þunn rök, einhvers konar “uneducated guesses”, enda fæst sett fram af fagfólki á því sviði sem um er rætt. Rök Ólafs Teits um bandaríska náttúrufræðinginn sem ekki ku hafa vit á stíflum eiga nefnilega ekki síður við um bæði stjórnmálafræðinga og ýmsa sjálfskipaða spekúlanta sem fjalla um hnattræna veðurfars- og umhverfisþætti fremur af vilja en mætti.


mbl.is Rauði hálfmáninn: Allt að 10.000 fórust í Bangladesh
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Hvað með "skóluð ágiskun" eða "upplýst ágiskun"?

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 19.11.2007 kl. 19:05

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Já, eða þá uppfrædd ágizkun, eins & mér datt nú til hugs ?

Steingrímur Helgason, 21.11.2007 kl. 07:47

3 Smámynd: Ár & síð

Davíð, það er rangt hjá þér, ég get ekki afsannað þetta (,,Þú getur tekið hverja einustu röksemd... og barið hana niður með svipuðum hætti"). Auðvitað verða náttúrulegar hitasveiflur, um það er ekki deilt. Það er viðbótin sem áhyggjurnar eru af. Þetta snýst ekki um að trúa heldur að lesa, leita og velta fyrir sér - og gera sér grein fyrir því hverjum er treystandi. Ekki hafnar t.d. Björn Lomborg því að einhver hlýnun sé af manna völdum.
Og hvar finnur þú orðum þínum um heimsendasinna stoð? Það er óskynsamlegur ad hominem málflutningur að fleygja svona smjörklípum ef menn vilja láta taka sig alvarlega. Komdu ekki inn í þessa umræðu eins og Vottur Jehóva. Þú ættir kannski að rökstyðja þitt mál á bloggsíðunni þinni.
Þú segist geta barið allar röksemdirnar niður. Mér þykir þú brattur að hafa lesið skýrslu  IPCC á viku, verk þúsunda færra vísindamanna, og fundið mótrök við og skýringar á öllu því sem þar er haldið fram. Ég hlakka til að lesa um það hjá þér, ég er nefnilega að kynna mér öll þessi mál.
Og hér er svo ein ný frétt um áhrif aukins koltvísýrings í andrúmsloftinu. Hvergi nærri öll kurl eru komin til grafar, þetta er umræða sem þarf sífellt að vera vakandi en má ekki afgreiða með einföldum sleggjudómum.

Ár & síð, 23.11.2007 kl. 15:18

4 Smámynd: Ár & síð

Ár & síð, 23.11.2007 kl. 15:48

5 Smámynd: Ár & síð

Nei, Davíð, ég er ekki reiður, aðeins forvitinn. Ef þú varst bara að tala um mynd Gores hef ég misskilið þig, ég hélt að röksemdafæsla þín væri víðtækari en svo. Gore er ekki vísindamaður, ekki frekar en flestir þeir sem taka til máls um þetta umræðuefni, t.d. þú og ég.
Nú veit ég ekki hve margar fullyrðingar Gore kom með í mynd sinni en aðeins átta eru úrskurðaðar vafasamar eða rangar eftir mikla yfirlegu, hljóta hinar að standast að meira eða minna leyti. Og það er býsna athyglisvert því þegar ég sá myndina var margt sem ég hefði vilja sjá nánari rökstuðning fyrir. Sama máli gegndi líka um myndina um hnattræna veðurfarssvindlið sem sjónvarpið sýndi, þar var líka margt sem ekki var sérlega vel rökstutt, svona fyrir áhugamann eins og mig

Éttansjálfur eru svo þín orð, ekki mín. Þannig tala að mínu viti siðmenntaðir menn ekki saman. En þú hefur það eins og þú vilt á þinni bloggsíðu.

Ár & síð, 23.11.2007 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband