25.11.2007 | 21:16
Pítsa er neyđarbrauđ!
Flatbakađ brauđ af ýmsu tagi á sér langa sögu en ţegar tómatar bárust frá Perú til Ítalíu á 16. öld varđ fyrsta pítsan til. Fátćklingar höfđu yfirleitt bara hveiti, hvítlauk, olíu, fitu, ost og kryddjurtir til matargerđar og tómatar voru vel ţegin viđbót. Nú er ţessi réttur orđinn einn uppáhalds skyndibitinn, ein helsta uppspretta nćringar og kannski ein af ástćđum aukinnar offitu í hinum vestrćna heimi.
Á mínu heimili er ađkeypt pítsa ađeins snćdd ţegar virkilega nauđsyn ber til og ţví fćddist ţetta skemmtilega heiti yfir réttinn hér í kvöld, nokkrum dögum eftir dag íslenskrar tungu. Pítsa er sannkallađ neyđarbrauđ!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Dćgurmál, Vísindi og frćđi | Facebook
Athugasemdir
Mikiđ er ég sammála, ţetta er ALGJÖRT neyđarbrauđ - tek ţetta orđ upp eftir ykkur!
Lára Hanna Einarsdóttir, 25.11.2007 kl. 21:38
Einskonar afbrigđi af súru slátri...
Greta Björg Úlfsdóttir, 25.11.2007 kl. 21:49
Súrt slátur er herramannsmatur.
Flatbökur fáránlegt fólksfóđur...
Steingrímur Helgason, 26.11.2007 kl. 00:03
Pítsa, takk Matti ,mig hefur vantađ nafniđ lengi. Mér finnst Pítsa mjög gott neyđarbrauđ, sem ég leyfi mér sjaldan, ađallega spari réttur hjá mér, ef ég er fleiri en einn. Pítsan getur veriđ svo lostafull fćđa eftir góđar ćfingar....you know!
Eva Benjamínsdóttir, 26.11.2007 kl. 00:46
Alvöru pítsur bakar mađur sjálfur og rćđur ţykkt skorpunnar og gćđum áleggsins. Ţá er pítsa veislukostur en ekkert neyđarbrauđ. Hins vegar er auđvitađ allur matur góđur ef mađur er nógu svangur.
Ár & síđ, 26.11.2007 kl. 09:11
Mikiđ svakalega ţyrfti ég ađ vera svöng til ađ geta borđađ súrt slátur!
Lára Hanna Einarsdóttir, 26.11.2007 kl. 10:56
Hvađ á pítsa og súrt slátur sameiginlegt? Ég bara skil ţetta ekki.
Eva Benjamínsdóttir, 1.12.2007 kl. 00:28
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.