Færsluflokkur: Dægurmál

Hlutlaust orðaval?

Er fyrirsögnin ekki skemmtilega upplýsandi um afstöðu blaðamanns/fjölmiðlis til framboðs Obama?
mbl.is Fox reynir að svæla Obama út úr greninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dalai Lama & Falun Gong

Kínverk stjórnvöld skilgreina Dalai Lama sem foringa hryðjuverkamanna. Ég efast um að nokkur hugsandi maður á Vesturlöndum taki undir þessa skilgreiningu, í okkar heimshluta er þvert á móti litið á hann sem merkan og gáfaðan mann.

Fyrir nokkrum árum skilgreindu íslensk stjórnvöld Falun Gong sem hryðjuverkahóp sem ekki mætti hleypa inn í landið. Það eru ekki margir hugsandi menn á Vesturlöndum sem taka undir þá skilgreiningu. Það er kannski kominn tími til að íslensk yfirvöld viðurkenni þessi alvarlegu mistök og biðjist afsökunar á þeim. Þá yrðu stjórnarherrarnir menn að meiri.


mbl.is Dalai Lama segir menningarlegt þjóðarmorð framið í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsað til lengri og skemmri tíma

Í Politiken rakst ég á svarta framtíðarspá um endalok jarðar og sólkerfisins alls með eftirfarandi myndskreytingu:

Jordens-undergangWE_242372c

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrir neðan var svo auglýsing um nýjasta páskasnafsinn. Það er einhvern veginn nærtækara umhugsunarefni fyrir okkur flest.


Hér er leitað á öllum!

police_18

Mike Smith dáinn

Það vissu ekki allir hver söngvari Dave Clark Five var en hann hét Mike Smith. Mike var gríðaröflugur á mæknum eins og t.d. má heyra í laginu "Do You Love Me?" en DC5 átti líka marga aðra smelli sem ég nenni ekki að telja upp hér.
Það er reyndar svolítið kaldhæðnislegt að Mike, sem hafði viðurnefnið "Leather Lungs" skyldi deyja úr lungnabólgu.

Að þýða orðið American

Það er orðin einhver þráhyggja manna að þýða orðið American alltaf sem bandarískur. Nýjasta dæmið er í Mogga dagsins þar sem sagt er frá hinni frægu ljósmynd "American Girl in Italy" og það auðvitað þýtt sem ,,Bandarísk stúlka á Ítalíu", jafnvel þótt fram komi í sömu setningu að um konu frá Kanada sé að ræða.

Líklega fara menn næst að segja að Kólumbus hafi fundið Bandaríkin.


Trúarbragðakrísa vegna þróunar tungumáls

Það er ótrúlegt að fylgjast með umræðu um sparigrísi í Bretlandi þar sem öfgafullir múslímar heimta að bankar hætti að nota þá því svín séu vanhelg dýr. En uppruni orðsins er allt annar.

“Pygg” var enskt orð yfir sérstaka leirtegund sem notuð var til að búa til ýmsa leirmuni og “pygg jar“ var líklega aurakrukka sem svo er kannski farið að kalla “pygg bank” þegar í hana hafði safnast eitthvað. Þessi merking týndist svo smám saman, orðið fékk með tímanum sama framburð  og “pig” og þar með var hugtakið ,,sparigrís” komið fram - og byggist á misskilningi.

Hvernig er það annars með Bónus, versla ekki múslímar á Íslandi þar eins og annað hagsýnt fólk?


Magnaður Neil Young

Þeir gömlu eru ennþá stundum bestir!

Einn á ferð:
1. From Hank to Hendrix.
2. Ambulance Blues.
3. Sad Movies.
4. A Man Needs A Maid.
5. Harvest.
6. Journey Through The Past.
7. Mellow My Mind.
8. Love Art Blues.
9. Don’t Let It Bring You Down.
10. Don’t Let It Bring You Down (bætti við 1. erindinu sem gleymist í fyrri umferð).
11. Cowgirl In The Sand.

Hlé

Rokk og ról deildin:
12. Mr. Soul.
13. Dirty Old Man.
14. Spirit Road.
15. Down By The River.
16. Hey, Hey, My, My (Into The Black).
17. Too Far Gone.
18. Oh Lonesome Me.
19. The Believer.
20. Powderfinger.
21. No Hidden Path.

Uppklapp:
22. Cinnamon Girl.

Og ég fór heim með sælusvip á fésinu og suð fyrir eyrum en það var þess virði, þetta var einn af þeim stóru sem ég átti eftir að sjá. Hér er dönsk gagnrýni.


Hin mörgu andlit Pútíns

putin Ég rakst á þetta á Netinu og mátti til með að sýna ykkur það. Verkið er eftir Jõao Pedro de Magalhães og birt hér með bessaleyfi.

Hayseed Dixie (blá)grasserar

73244Það er varla viðeigandi að segja að Hayseed Dixie rokki, hún grasserar. Frábærir tónlistarmenn sem saman hræra alveg einstakan graut af blágresi og rokki. Kántríið var sem betur fer að mestu fjarverandi hjá þeim en ég er ekki viss um að búningahönnunin hefði verið samþykkt í Laugardagslögunum.
Lagavalið var fjölbreytt, bæði þekktir rokkópusar og heimabrugg, og kynningar oft bráðskemmtilegar. Það er gaman að hlusta á fjóra svona vel samspilandi náunga sem allir sungu vel og geta verið sólóleikarar á hljóðfæri sín, líka bassaleikarinn, og að heyra hvernig þeir spiluðu bæði með og á móti hver öðrum. Svona á að gera það, ekki bara að búa til samsuðu gítara og dúnk-dúnk bassa nær því án skarpra skila á milli hljóðfæranna þannig að þótt sólófiðla eða gítar reyni að lyfta samspilinu upp á hærra plan tekst það ekki því ekkert annað sólóhljóðfæri spilar á móti.
Það er til marks um stuðið á Hayseed Dixie að hægasta lag þeirra var kannski ámóta hratt og það hraðasta hjá íslensku upphitunarböndunum. Áhorfendur tóku þeim vel en það var engu líkara en að skarinn í salnum væri orðinn hálf kraftlaus í síðari hlutanum eftir gríðarlegt fjörið allan þann fyrri. Hayseed Dixie var þó vel fagnað í lokin og þeir svöruðu með þéttum lokaspretti.
Þetta var gaman, takk fyrir að draga mig á tónleikana, Davíð frændi. Næst er það svo sjálfur Neil Young í Köben á fimmtudaginn. Mikið hlakka ég til


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband