Færsluflokkur: Dægurmál
3.6.2008 | 19:46
Enn ruglað með sumartímann
Á Íslandi er eilífur sumartími. Þess vegna er það ótrúlegt rugl að halda því fram í 7-fréttum RUV að Ísland sé eina landið í Evrópu sem ekki skiptir yfir í sumartíma. Ísland er eina landið í Evrópu (og þótt víðar væri leitað) sem ekki skiptir yfir í vetrartíma.
Þetta er skemmtilega táknrænt fyrir þjóð sem virðist eiga í megnustu erfiðleikum með að klæða sig eftir veðri.
Það er hins vegar allt annað mál að það er skemmtileg hugmynd að taka aftur upp mismunandi tímabelti á Íslandi. Fram á 20. öld var nefnilega ekki sami tími á Seyðisfirði, Akureyri og í Reykjavík.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.6.2008 | 19:09
Skjót viðbrögð...
Ég var á ferð í Narsaq á Grænlandi í apríl. Gestgjafi okkar sagði að við hefðum átt að vera viku fyrr á ferðinni, þá hefðum við fengið ísbjarnarkjöt. Við settum upp stór augu en hann sagði ísbjörn hafa komið syndandi að byggðinni og dýrið verið skotið umsvifalaust. Einhverjir útlendinganna fóru að malda í móinn yfir þessari meðferð en þá sagði Finn: ,,Börn voru að leik í fjörunni, hvað hefðum við átt að gera?"
Að sjálfsögðu settu Grænlendingar kjötið á ,,brettið" og rann það ljúflega niður um allan bæ. Það sama gera þeir við æðarfugla sem villast í net sjómanna.
Það er undarleg aðgerð að urða kjöt af dýrum í útrýmingarhættu sem verður að fella, þau eru jafn dauð fyrir því.
Skýrist á næstu dögum hvað verður um ísbjörninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.5.2008 | 22:38
Hætta að gefa út flugmiða
Helmingur landsmanna ætlar til útlanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2008 | 13:03
Auðfúsugestur?
Condoleezza og Kiss í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.5.2008 | 20:19
Hvað gera Danir með sína dönsku krónu?
Danir eru í ESB, ekki með evru en með danska krónu beintengda við evruna, svipað og tillögur hafa komið um hér á landi.
Í Politiken í dag segir:
"OP TIL WEEKENDEN hævede Danmarks Nationalbank renten 0,1 procentpoint til 4,35 pct. som en konsekvens af den internationale kreditkrise..."
Ef danski seðlabankinn getur hækkað vexti innan ESB ætti sá íslenski að geta gert það líka.
Geir: Ég vil ekki ganga í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.4.2008 | 00:10
Sir Willard White syngur Paul Robeson
Þegar foreldrar mínir keyptu sinn fyrsta grammófón um 1958 var til plata með Paul Robeson á heimilinu. Smápattinn heillaðist af þessum drynjandi og tilfinningaríka bassa þótt líklega hafi ég nú ekki alveg áttað mig á öllu því sem að baki bjó. Í kvöld gafst svo tækifæri til að endurnýja kynnin við þennan snilling og hvílíkir tónleikar. Sir Willard White skilaði lögunum af snilld og túlkaði þau mjög tignarlega og persónulega. Það lá við að maður táraðist við að hlusta á "Ol' Man River" í lokin.
Og meðspilararnir voru ekki af verri endanum. Píanóleikarinn Neal Thornton er þekktur upptökustjóri og píanóleikari (og skemmtilega svipaður Valla í Fræbblunum að yfirbragði) og Richard Bolton var alveg afbrags gítarleikari sem hafði bæði blús og jass vel á valdi sínu. Það var hálf ankannalegt að lesa í blöðunum að með Sir Willard kæmu ,,píanóleikari og gítarleikari", sjálfsagt er að láta vita þegar svo góðir listamenn koma á klakann.
Tónleikarnir verða sendir út á Rás 1 fimmtudaginn 1. maí sem er mjög viðeigandi dagur til að minnast baráttumannsins Pauls Robesons.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 09:05
Skattur af gjafafé?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2008 | 20:49
Sameiginleg ábyrgð árásarmanna
Stundum ræðst hópur manna á einn eða eða fleiri og einhver (einn eða fleiri) úr hópnum misþyrmir einu fórnarlambanna illa en sleppur engu að síður því ekki er hægt að skera úr um hver er ábyrgur.
Nú er til umfjöllunar í Danmörku mál frá því á 9. áratug þar sem lögreglumaður var myrtur í bankaráni án þess að neinn væri nokkru sinni dæmdur fyrir morðið, þótt ræningjarnir hefðu síðar náðst. Glæpamennirnir þögðu nefnilega allir sem einn um hver hefði hleypt af skotinu sem drap.
Ég þekki ekki íslensk lög nógu vel til að vita hvernig dæmt yrði í sambærilegu máli hér en þetta er augljóslega nokkuð sem þarf að taka til umræðu í ljósi þess að glæpaflokkar, erlendir sem heimasaumaðir, virðast nú vaða uppi í stöðugt auknum mæli. Ef ekki fæst á hreint hver er sekur um t.d. verstu árásina á einstakling vegna þess að enginn segir neitt þarf því að dæma ALLAN hópinn sekan, það er nauðsynleg leið til þess að koma lögum yfir svona glæpagengi.
Leitað að árásarmönnum á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2008 | 11:47
Ég sá Dylan 1978
Dylan fór í Street-Legal túrinn sinn 1978, líklega einu allra bestu tónleikaferð sína en þær eru orðnar margar og sumir segja að líf hans sé einn endalaus túr. Svona var dagskráin, sem ég upplifði, með frábærri hljómsveit og bakröddum:
Scandinavium í Gautaborg, 11. júlí 1978
1. My Back Pages (Instrumental)
2. She's Love Crazy
3. Baby, Stop Crying
4. Mr. Tambourine Man
5. Shelter From The Storm
6. It's All Over Now, Baby Blue
7. Girl Of The North Country
8. Ballad Of A Thin Man
9. Maggie's Farm
10. I Don't Believe You (She Acts Like We Never Met)
11. Like A Rolling Stone
12. I Shall Be Released
13. Is Your Love In Vain?
14. Going, Going, Gone
15. Rainy Day Women #12 & #35 (Instrumental)
16. True Love Tends To Forget
17. Gates Of Eden (Acoustic)
18. The Man In Me
19. One More Cup Of Coffee
20. Blowin' In The Wind
21. I Want You
22. Senor (Tales Of Yankee Power)
23. Masters Of War
24. Just Like A Woman
25. Don't Think Twice, It's Alright
26. All Along The Watchtower
27. All I Really Want To Do
28. It's Alright, Ma (I'm Only Bleeding)
29. Forever Young
30. Changing Of The Guards
31. The Times They Are A-Changin'
There are two complete audience recordings of the show.
Heimildin er hér.
Ég veit ekki hvort ég vil fara aftur og eyðileggja þessar einstöku minningar um frábærlega góða tónleika meistarans í sínu allra besta formi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2008 | 11:09
Fjöldi látinna í umferðinni í Evrópu á hverja 100.000 íbúa
1. Grikkland 15,9
2. Pólland 14,3
3. Belgía - 13,0
4. Slóvenía 12,9
5. Ungverjaland 12,7
6. Tékkland 12,6
7. Portúgal 11,8
8. Slóvakía - 11,3
9. Lúxemborg - 11,1
10. Spánn 10,3
11. Ítalía 9,7
12. Austurríki 9,3
13. Frakkland 8,8
14. Írland 8,4
15. Finnland 7,2
16. Þýskaland 6,5
17. Ísland 6,5
18. Danmörk - 6,1
19. Bretland 5,6
20. Sviss 5,5
21. Svíþjóð 4,9
22. Noregur 4,9
23. Holland 4,6
35 vélsleðaslys frá áramótum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)