Hayseed Dixie (blá)grasserar

73244Það er varla viðeigandi að segja að Hayseed Dixie rokki, hún grasserar. Frábærir tónlistarmenn sem saman hræra alveg einstakan graut af blágresi og rokki. Kántríið var sem betur fer að mestu fjarverandi hjá þeim en ég er ekki viss um að búningahönnunin hefði verið samþykkt í Laugardagslögunum.
Lagavalið var fjölbreytt, bæði þekktir rokkópusar og heimabrugg, og kynningar oft bráðskemmtilegar. Það er gaman að hlusta á fjóra svona vel samspilandi náunga sem allir sungu vel og geta verið sólóleikarar á hljóðfæri sín, líka bassaleikarinn, og að heyra hvernig þeir spiluðu bæði með og á móti hver öðrum. Svona á að gera það, ekki bara að búa til samsuðu gítara og dúnk-dúnk bassa nær því án skarpra skila á milli hljóðfæranna þannig að þótt sólófiðla eða gítar reyni að lyfta samspilinu upp á hærra plan tekst það ekki því ekkert annað sólóhljóðfæri spilar á móti.
Það er til marks um stuðið á Hayseed Dixie að hægasta lag þeirra var kannski ámóta hratt og það hraðasta hjá íslensku upphitunarböndunum. Áhorfendur tóku þeim vel en það var engu líkara en að skarinn í salnum væri orðinn hálf kraftlaus í síðari hlutanum eftir gríðarlegt fjörið allan þann fyrri. Hayseed Dixie var þó vel fagnað í lokin og þeir svöruðu með þéttum lokaspretti.
Þetta var gaman, takk fyrir að draga mig á tónleikana, Davíð frændi. Næst er það svo sjálfur Neil Young í Köben á fimmtudaginn. Mikið hlakka ég til


Michael Moore & Fídel

Kvikmyndagerðarmaðurinn og baráttujaxlinn Michael Moore læðist ekki með veggjum. Nú hefur hann komið auga á nýjan vinkil á óskarsverðlaunahátíðina þar sem Sicko er tilnefnd í flokki heimildarmynda:

"I got some great news today because I was trying to figure out how I was going to get Castro into the Oscars and for me he resigns today so he can come to L.A. and go as my guest and perhaps give the acceptance speech," Moore told AP Television on Tuesday night.

"As long as he keeps it under five hours. I'm telling you, that's got to be a ratings grabber. Can you imagine him? Showing up? If I could talk to (Oscar producer) Gil Cates and maybe get Castro in a dance number at the beginning of the show? Great."

Hér er frásögnin öll og myndin sem fylgir er góð. 

 


Dagblöðin og Netið

Dagblöðin eru oft nísk á að leyfa hverjum sem er að skoða efni sitt og margt er bara í boði fyrir áskrifendur.

Á þvælingi mínum um netheima rakst ég nýverið á vefsetur danska blaðsins Information sem þar í landi þykir nú fremur vinstrisinnað. Blaðið hefur sérstakan fréttavef en vísar einnig oft til greina sem birtast í prentuðu útgáfunni og eru því ekki aðgengilegar á Netinu - strax. En það er ástæðulaust að örvænta, blaðið opnar fyrir allar fréttir og greinar sólarhring eftir að þær birtast á prenti. Þá er það eintak hvort sem er hætt að seljast því ekkert er eldra en dagblað frá í gær þótt sumar greinar geti verið áhugaverðar. Þetta er til fyrirmyndar.

Ég bíð spenntur eftir að opnað verði fyrir grein um Åsne Seierstad og bók hennar ,,Engilinn í Grosní" sem hef nýlega lesið. Enn einu sinni virðist hún verða fyrir gagnrýni um meðferð heimilda sinna og heimildamanna. Ég ráðlegg fólki engu að síður að lesa bókina, hún gefur góða mynd af landi sem lagt hefur verið í rúst í stríði.


Farísei tekur til máls

Til er maður í Netheimum sem kallar sig Jón Val og leyfir sér að skrifa eftirfarandi hrokafullan óhroða um athugasemd konu minnar sem gerði þau mistök, þvert ofan í mín ráð, að taka hann alvarlega og svara honum eins og manni:

„3. innlegg Heidi Strand hér í gær, kl. 19:08, er eins og innlegg Jóhannesar næst þar á eftir sorglegt dæmi um það, að án kristinnar sannfæringar eða án trúar er mannleg skynsemi skilin eftir án hjálpar í þessu máli…” 

Það er með ólíkindum að þarna skuli tala maður sem telur sig markaðan af kristilegum lífsgildum. Af nær 40 ára kynnum af konu minni veit ég að enginn sem ég þekki býr yfir dýpri og einlægari sannfæringu og trú en hún eða vill öðrum betur en hún. Ég fæ ekki orða bundist og leyfi mér að lýsa því yfir að ég mun aldrei aftur lesa það sem þessi eiturpenni lætur frá sér fara, það er mannskemmandi og gerir engum gagn.

 


Að refsa tíu milljón manns

Kúba og Bandaríkin eiga sér aldagamla sögu um samstarf, verslun og menningu.

Þegar mafían ætlaði að leggja eyjuna undir sig reis þjóðin (eða hluti hennar) upp gegn því og það fyrirgefa bandarísk yfirvöld aldrei. Þótt fyrirgefning sé kjarninn í kristinni trú er hún enginn þáttur í bandarísku stjórnkerfi.

Er nú ekki kominn tími til að loka þessu máli? Þjóðin þjáist en hugsar sem svo að betra sé að vera horaður uppreisnarmaður en feitur þræll - og lái henni það hver sem vill. 

Reyndar eru kúbverskir flóttamenn líklega ein helsta hindrunin í vegi fyrir sögulegum sáttum Kúbu og Bandaríkjanna. 


mbl.is Viðskiptabann áfram á Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Zeppelin og Neil Young setja punktinn yfir i-ið

Mikið var það gott val hjá Evu Maríu í lok þáttar síns í gærkvöldi, eftir viðtalið við  Þórólf um borgarmálefnin, að spila Zeppelin-lagið "Dazed & Confused". Svona eiga sýslumenn að vera.

Þetta slær þó ekki út viðtalið við ráðherrann sem sagði af sér, hélt klukkutíma ræðu sem var sent út beint og að því búnu spilaði Rás 2 lag eftir Neil Young, "Piece of Crap".

Ég hlakka reyndar mikið til að sjá Neil í Köben nú í lok mánaðarins.


Hæsta hótel í heimi?

Á blaðsíðu 3 í 24 stundum dagsins  er heilsíðuauglýsing frá mínum gamla skólabróður Helga Jóhannssyni í Sumarferðum. Þar lofar hann hinu ljúfa lífi á Costa Del Sol á suðausturströnd Spánar með kampavíni í morgunverð (og þá væntanlega hausverk í hádeginuWink ) en það merkilegasta er þó að hann býður til gistingar í hóteli sem hlýtur að vera hið hæsta í heimi. Maður getur nefnilega setið á svölunum og haft útsýni yfir allt Kyrrahafið !!!

Hvað er í gangi?

Hér er skemmtileg síða sem lýsir því sem er að gerast í heiminum einmitt núna!

Framúrakstur!

lastbil1_316053m Ungur danskur piltur reyndi í morgun að aka fram úr bílalest að hætti íslenskra ökufanta. Það fór svona.

(Ljósmynd: Local Eyes)

 


Warren Zevon

Zevon var einn af þessum vesturstrandargaurum, samstarfsmaður Jacksons Brownes og fleiri. Honum var m.a. dauðinn hugleikinn á sinn sérstaka hátt eins og sést til dæmis þessu stórskemmtilega lagi Roland The Headless Thompson Gunner.

Hann samdi lagið  Keep me in your heart for a while skömmu áður en hann dó en hér er ljúf skyggnusýning um manninn sýnd yfir laginu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband