Um pólitíska ábyrgð

Það er mikið rætt um ábyrgð núna. T.d. er heil síða með áliti fjögurra valinkunnra manna í Fréttablaðinu í morgun. Það merkilega er þó að þar tala allir um beina ábyrgð og siðferðilega ábyrgð en enginn nefnir pólitíska ábyrgð. Hún er nefnilega alveg óskilgreind í íslenskum hugarheimi.

Menn hafa bent á Guðmund Árna og Albert sem dæmi um menn sem öxluðu pólitíska ábyrgð en það er ekki rétt, þar var um að ræða beina og/eða siðferðilega ábyrgð. Í pólitískri ábyrgð felst það hins vegar að pólítískt kjörinn ráðamaður tekur á sig ábyrgð (sama að hve miklu leyti honum ber að axla hana) og grípur til aðgerða.

Gott dæmi um pólitíska ábyrgð er þegar brú hrundi í Belgíu. Hún var orðin nokkura ára gömul en samgönguráðherra tók samt á sig pólitíska ábyrgð með því að segja af sér. Þar með var sá hluti dæmisins ljós, björgunaraðgerðir og viðgerðir gátu hafist og jafnvel leit að þeim sem bar beinu ábyrgðina, ef hægt yrði að finna hann. Kannski var það verkfræðingurinn, kannski verktakinn, en það skiptir ekki máli hér heldur það að pólitísk ábyrgð var öxluð.

Og svo við lítum heim til Íslands þá er Davíð Oddsson líklega búinn að skilgreina beinu/siðferðilegu ábygðina á því að íslenska þjóðin þarf nú að greiða þúsund milljarða eftir hrun bankanna. Hann sagði nefnilega í viðtali í sumar að hefði opinber ábyrgð á skuldum bankanna átt að fylgja við söluna hefði verðið orðið að vera miklu hærra. Nú er komið í ljós að opinbera ábyrgðin fylgdi bönkunum í raun þótt seljendunum hefði ekki verið það ljóst þegar þeir voru seldir. Beina og siðferðilega ábyrgðin liggur því hjá forsætisráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptamálaráðherra sem önnuðust söluna. Hverjir voru það og hverjir þeirra eru enn ráðherrar? Og þar með er líklega líka búið að skilgreina pólitísku ábyrgðina, nú er bara spurning hvort viðkomandi er maður til að axla hana.


mbl.is 31,6% stuðningur við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Hah!

Þessir menn myndu ekki bera kennsl á ábyrgð af neinu tagi þótt að hún settist á axlirnar á þeim, hvort sem um væri að ræða pólitíska, siðferðislega eða löglega...

Skaz, 23.11.2008 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband