Blekkingaleikur og smjörklípa

Liggur ekki í augum upp hvers konar blekkingaleikur hér er á ferðinni? Þarna skína klókindi hernaðarsérfræðingsins í gegn. Andstaða er að magnast upp gegn stjórnvöldum og það svo mjög að ráðherrar og aðrir eru orðnir hræddir um stöðu sína. Það er í augum þeirra bara tímaspursmál hvenær reiði almennings fer að beinast gegn valdhöfunum og öðrum þeim sem ábyrgir eru, þeir eru farnir að óttast um sig og þær byggingar þar sem þeir vinna. Þá er upplagt að búa til nýja skotskífu svo leit hefst að einhverju til að dreifa athyglinni.

Það var vitað mál að yrði t.d. þakklifrarinn handtekinn brytist út reiði og þar með slógu yfirvöld tvær flugur í einu höggi. Reiðin hópsins beinist gegn lögreglunni (og því frá yfirvöldum) og það er hægt að dobla hópinn til að bregðast við með því að loka sig inni og segja ekki orð. Það segir alla söguna að um leið og búið var að brjóta upp hurðar og úða piparúða hóf lögreglan þær hárréttu aðgerðir sem hún hefði strax átt að grípa til, að stilla sér  upp í rólegheitunum og síðan að ræða við fólk. Nú eru yfirvöld hins vegar búin að tryggja sér betri stöðu í áróðursstríðinu gegn ,,lýðnum".

Það er ljótur leikur að fórna samhygð almennings og lögreglu á altari ótta stjórnvalda.


mbl.is Fráleitt ólögmæt handtaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ekki gef ég nú mikið fyrir röksemdirnar í þessu hjá þér, og enn minna fyrir skynsemina sem þú flaggar þarna. Það væri skipting iður á við, að skipta á þessu og því sem nú er í lélegu stjórnarráði og Alþingi.

Guðbjörn Jónsson, 23.11.2008 kl. 14:52

2 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Samsæri, samsæri..

Þetta er allt alveg rosalegt samsæri.. bara ef þið vissuð!

Viðar Freyr Guðmundsson, 23.11.2008 kl. 23:41

3 Smámynd: Ár & síð

Ekki veit ég hvort þetta er samsæri Viðar en í frásögnum af málinu stangast það margt hvert á annars horn og bæði hálfsannleikur og óhrekjandi lygi eru það áberandi hluti af dæminu að það er ekki í samræmi við þá lögreglu sem ég þekki.

Ár & síð, 24.11.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband