Hvenær á að afeitra rekstur heimilanna?

Menn eru smám saman að átta sig á því að íslenskt viðskiptalíf er meira og minna tæknilega gjaldþrota. Reksturinn hefur ekki byggst á raunverulegum tölum heldur á þessum væntingum og bjartsýnisórum sem héldu þjóðinni í heljargreipum undanfarin ár. Og nú er sagt að með fjárhagslegri endurskipulagningu eigi að fjarlægja eitrið úr rekstri lífvænlegra fyrirtækja.
En hvað um íslensk heimili (mörg en þó ekki öll sem betur fer)? Fólk hefur tugþúsundum saman verið tælt til þess að offjárfesta, ekki síst með erlendum dauðalánum, og nú er svo komið að mikill meirihluti íslenskra heimila er tæknilega gjaldþrota. Þarf ekki líka að afeitra þann rekstur svo fólki verði gert kleift að standa í lappirnar og halda eigum sínum, ala upp börn sín í sæmilegu öryggi og halda áfram að vera þeir landstólpar sem fjölskyldurnar eiga að vera? Ef ekki verður gripið til aðgerða í þá veru sem allra fyrst lendum við í þeim ógöngum að fólk fer að missa hús sín, fjölskyldubönd rakna og innviðir samfélagsins fúna hratt og falla saman. Ábyrgð stjórnvalda verður mikil ef hún leyfir þessu að gerast því til hvaða ráða grípur fólk sem hefur ekki lengur neinu að tapa?


mbl.is Reksturinn afeitraður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband