Klókari en Evrópumennirnir...

Saga afskipta Evrópumanna af Afríku er þyngri en tárum taki. Um aldir var álfan rænd tugmilljónum manna á besta aldri, konum og körlum, sem fluttir voru út sem þrælar vestur á bóginn flestir. Álfunni var skipt upp í nýlendur helstu Evrópuþjóða og öllu rænt sem einhvers var virði. Breska heimsveldið var byggt upp á þannig ránsmennsku og hefur enn ekki ná sér á strik á ný eftir að hafa misst völdin og aðganginn að þessum löndum, auk Indlands auðvitað.

Á síðari hluta 20. aldar öðluðust flestar Afríuþjóðirnar frelsi af einhverju tagi en Evrópumenn skildu allt of lítið eftir í formi þekkingar og landnýtingar til handa þjóðum landanna. En þá sáu Kínverjar sér leik á borði og hafa smám saman verið að koma sér fyrir í álfunni. Þeim er almennt borin vel sagan, þeir greiða betur en Evrópumenn og kenna fólkinu t.d. landbúnað. Auðvitað vilja þeir fá eitthvað fyrir snúð sinn og því verður athyglisvert að fyklgjast með þessari þróun.


mbl.is Flytja út bændur til Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband