6.11.2008 | 14:56
Verður afleiðingin 40% lækkun á verðtryggingu?
Bíðum nú við, ef íbúðaverð lækkar um 40% ætti það auðvitað að hafa bein áhrif á verðtryggingu lána sem tekin eru til íbúðakaupa.
Ef þessi vísitala væri ekki tómur brandari væru þetta góðar fréttir fyrir skuldara sem ekkert eru á leiðinni að selja ofan af sér. En auðvitað virkar það ekki svoleiðis. Bara hækkanir hafa áhrif á verðtryggingarvísitöluna.
Ef lottómiðar, brennivín eða prins póló hækkar, þá hækka húsnæðislánin. En ef raunverð húsnæðis lækkar um 40% hefur það engin áhrif!
Fyrir hverja er þetta kerfi gert? Það stuðlar augljóslega ekki að neinu réttlæti.
Spá 40% lækkun íbúðaverðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt hjá þér hef verið að blogga um einmitt þetta það verður að tengja vísitöluna viðfangsefninu annars stöndum við uppi eignalaus eftir örfáa mánuði
Gylfi Björgvinsson, 6.11.2008 kl. 15:12
Nei það munu þau ekki gera. Nú hækka verðtryggð innlend lán vegna gengishruns íslensku krónunar þrátt fyrir samdrátt í einkaneyslu. Verðtryggðu lánin viðast því líka vera gengistryggð.
Ásta , 6.11.2008 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.