5.11.2008 | 19:15
Ruddakapítalistarnir
Það liggur við að maður fari að þakka fyrir að bankarnir hafi fallið. Aðeins þannig var líklega hægt að fletta ofan af þeim rudda- og hrottakapítalisma sem hér hefur ríkt og á fátt skylt við Adam Smith.
Á hverjum degi koma fram nýjar upplýsingar sem sýna og sanna að það var fyrir löngu kominn tími til að ryðja víxlurunum burt að hætti frelsarans. Vandinn var þó kannski ekki síst sá að þessir víxlarar litu á sig sem frelsara sem gætu leyft sér að ráða yfir lífi okkar borgaranna, bæði í bráð og lengd.
Íslenska efnahagsviðundrið var skelfileg tilraun geggjaðra hjávísindamanna sem nú fá vonandi að taka þátt í því að greiða kostnaðinn með okkur hinum. Sannanir fyrir sekt þeirra ættu að vera ótvíræðar.
Yfirlýsingin kom frá forstjóra Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.