Færsluflokkur: Matur og drykkur

Pítsa er neyðarbrauð!

Pizza

Flatbakað brauð af ýmsu tagi á sér langa sögu en þegar tómatar bárust frá Perú til Ítalíu á 16. öld varð fyrsta pítsan til. Fátæklingar höfðu yfirleitt bara hveiti, hvítlauk, olíu, fitu, ost og kryddjurtir til matargerðar og tómatar voru vel þegin viðbót. Nú er þessi réttur orðinn einn uppáhalds skyndibitinn, ein helsta uppspretta næringar og kannski ein af ástæðum aukinnar offitu í hinum vestræna heimi.
Á mínu heimili er aðkeypt pítsa aðeins snædd þegar virkilega nauðsyn ber til og því fæddist þetta skemmtilega heiti yfir réttinn hér í kvöld, nokkrum dögum eftir dag íslenskrar tungu. Pítsa er sannkallað neyðarbrauð!

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband