Færsluflokkur: Dægurmál
20.5.2007 | 22:54
Fylgi og hundalógík
Því hefur verið haldið fram (í fullri alvöru að því er best verður séð) að útstrikanir á BB í Reykjavík suður þýði í raun að 80% kjósenda Sjálfstæðisflokksins hafi lýst yfir stuðningi við hann.
Með sömu hundalógík má halda því fram að aðeins 30,5% Íslendinga með kosningarétt hafi lýst yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn (að teknu tilliti til þeirra sem ekki mættu á kjörstað). Það er nefnilega sú hundraðstala kjósenda sem ekki greiddi xD atkvæði sitt.
Það er slæmt ef röksemdafærsla af þessu tagi verður efst á baugi hjá ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar.
Árni og Björn færast niður um eitt sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2007 | 18:25
Starfsstjórn hvað?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2007 | 14:31
Algjört dúndur!
Tónleikarnir í gærkvöldi voru eiginlega alveg einstakir. Hljómheimur Gorans er greinilega einstaklega fjölbreyttur og tónlistin kom sífellt á óvart. Og það var gaman að átta sig á því að hann hafði samið tónlistina í hina mjög svo sérstöku kvikmynd Tuvalu sem sýnd var í Háskólabíói hér um árið á einhverri kvikmyndahátíðinni. Myndin var stórfurðuleg en tónlistin frábær.
Það var líka gaman að sjá Goran flytja lagið This is a Film úr Arizona Dream sem Iggy Pop söng.
Fjöldi fólks hefur flust til Íslands frá löndum Austur-Evrópu á undanförnum árum og meðal annars það gefur okkur færi á að sjá svona tónlistarmenn hér. Fyrir aðeins um 6 árum hefði varla verið fjárhagslegur grundvöllur fyrir því að fá hann hingað vegna þess að það hefðu örugglega ekki selst nógu margir miðar þá.
Mikil stemning í Laugardalshöll í gærkvöldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2007 | 09:12
Styrkur hvers þingmanns
Hér er áhugaverður útreikningur á atkvæðastyrk að baki hverjum þingmanni þingflokkanna fimm (tveir aukastafir):
D 1,46%
S 1,49%
V 1,59%
B 1,67%
F 1,83%
Það er augljóst að því stærri sem flokkur er, þeim mun betur nýtast honum atkvæðin. Þessi röð er í nákvæmu samræmi við fjölda þingmanna hvers flokks.Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2007 | 15:57
Borgarastyrjöld!
Menn hafa um alllangt skeið deilt um hvort borgarastyrjöld sé í gangi í Írak. Ráðamenn innrásarþjóðanna hafa neitað því hingað til en nú virðist danska njósnastofnunin vera komin á þá skoðun að svo sé. Eftir fjögurra ára hersetu og gríðarlegt mannfall er landið klofið á þvers og kruss, bæði á trúarlegum nótum og þjóðernislegum.
Bjarmalandsförin mikla virðist því ætla að leiða til alls þess sem sagt var fyrir í svartsýnustu spádómum manna í stríðsbyrjun - og það þýðir ekkert að segja: ,,En við gátum ekki séð það fyrir".
Frakkar sáu það fyrir og Rússar sáu það fyrir og báðar þjóðir reyndu að vara við en öfgamenn allra landa eiga það sameiginlegt að hafa valkvæða heyrn..
Á annan tug fórust í sprengjuárásum í Bagdad | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 12:00
Börn og menningarheimar
Auðvitað er við foreldrana að sakast í þessu máli en með hönd á hjarta, höfum við ekki mörg stundum skotist frá sofandi börnum eitt andartak?
Ég minnist danskrar móður með barn í vagni sem skildi það eftir fyrir utan veitingastað í New York borg á meðan hún brá sér inn í kaffi. Hún var handtekin, barnið tekið af henni og málið var lengi í vinnslu. Og þó gerði hún ekkert annað en Norðurlandabúar flestir gætu og hafa gert.
Menningarmunurinn kemur víðar fram og hér á landi látum við t.d. stálpaða krakka leika sér eftirlitslaust úti á sumrin langt fram á kvöld. Og svo reynum við að setja þeim strangari útvistarreglur þegar þau komast á unglingsaldurinn!
Uppeldismál eru stöðugt til umræðu og eiga að vera það en svona harmleik (sem vonandi endar þó vel) megum við ekki bara nota til að fordæma aðra aðra heldur líta líka í eigin barm. Hvernig getum við gætt barna okkar betur án þess að láta móðursýkina taka öll völd?
Talið að breskri stúlku hafi verið rænt í Portúgal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 13:52
Snjöll hugmynd!
Oft er rætt um dópneyslu á veitingastöðum og veitingamenn kvarta yfir að erfitt sé að takast á við þennan vanda.
Nú hefur veitingamaður í Árósum fundið snjalla lausn, hann varð sér einfaldlega úti um dóphund og hefur hann hjá sér á staðnum. Ástandið hefur batnað mikið á staðnum hans í kjölfar þessa, menn hverfa úr biðröðinni þegar þeir sjá hundinn eða snúa við í dyrunum. Kannski er þetta eitthvað fyrir íslenska veitingamenn?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2007 | 00:07
Gráglettið samhengi
Og í ljósi þess að félagar Wolfowitz réðust af gríðarlegri hörku gegn Clinton fyrir mun saklausara mál en hér er fjallað um má kalla það gráglettni örlaganna að Wolfowitz hefur nú ráðið sér fyrrverandi lögmann Clintons sér til varnar.
Wolfowitz segist fórnarlamb ófrægingarherferðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2007 | 17:08
Foreldrarnir voru þrælar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2007 | 23:01
Bretónskt brum & barokk
Í dag stóð Ritlistarhópur Kópavogs fyrir skemmtilegri uppákomu á Highlander-kránni. Þar fluttu þrjú bretónsk skáld ljóð sín og sýnu öflugastur var hann Bernez Tangi, lágvaxinn maður með mikinn makka sem þylur löng ljóð og syngur, einstakur flytjandi. Vandaðar þýðingar Ólafar Pétursdóttur á ljóðunum voru líka lesnar auk þess sem íslensk skáld fluttu ljóð sín og var þetta einstaklega vel heppnuð samkoma.
Í kvöld fórum við svo á tónleika Camerata Drammatica sem flytur barokktónlist á upprunaleg hljóðfæri. Händel var auðvitað fyrirferðarmikill en sveitin lauk flutningi sínum með Búrlesku Kíkóta eftir Telemann með miklum tilþrifum. Að öðrum ólöstuðum var mest gaman að fylgjast með fiðluleiðaranum Peter Spissky sem stjórnaði hópnum af röggsemi í samstarfi við Guðrúnu Óskarsdóttur á sembal. Það er alltaf gaman að horfa og hlusta á hljóðfæraleikara sem sýna að þeir hafa gaman af því að standa á sviðinu.
Og ekki má gleyma söngvurunum. Hann Ágúst Ólafsson bassi úr Hafnarfirði söng ásamt Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur og stóðu þau sig bæði afar vel með góðum söngum og leikrænum tilþrifum.
Fínir tónleikar og þessi frekar nýstofnaði hópur á framtíðina fyrir sér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)