Færsluflokkur: Dægurmál
27.9.2007 | 13:06
Veðurhamur
Ég fór fram út, fékk mér vatnsglas og horfði á regndropana renna niður glerið. Í þann mund sem ég ætlaði að fara að skríða upp í að nýju heyrði ég smell í bréfalúgunni. Fréttablaðið var komið. Ég leit út um gluggann og sá grannvaxinn mann skjótast hjá.
Ég lagðist svo aftur undir sæng og hugsaði um leið og svefninn færðist yfir:
,,Á hvaða tungumáli skyldi þessi maður bölva veðrinu"?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 22:03
Guernica og Búrma
Nasistaflugher Þjóðverja réðst á sveitabæinn Guernica í Norður-Spáni 1937, sprengdi varnarlaust fólk í tætlur og skaut með vélbyssum þá sem reyndu að flýja. Picasso málaði öflugt málverk sem samstundis varð heimsfrægt.
Einn af forkólfum nasista í París á stríðsárunum heimsótti vinnustofu hans, tók upp kort með mynd af verkinu og spurði: ,,Gerðir þú þetta"?
,,Nei, þið gerðuð þetta," svaraði Picasso og gaf honum kortið.
60 árum síðar lýstu Bandaríkjamenn yfir innrás í Írak, m.a. í nafni okkar.
Þegar stríðsherrann ætlaði að stilla sér upp og lesa yfirlýsinguna áttaði fólk sig á að á bak við púltið hékk eftirprentun af verkinu Guernica. Og listin er máttug, menn flýttu sér að hylja verkið bláum dúk áður en innrásaryfirlýsingin var lesin. Það átti ekki við að hafa myndir af sundurskotnu fólki og dýrum á bak við.
Enn á ný ráðast fasistar gegn saklausu fólki sem þráir það eitt að lifa í friði, að þessu sinni í Míanmar sem hét Búrma áður en herforingjarnir rændu völdum og verður væntanlega kallað það á ný þegar þjóðin stendur yfir moldum þeirra.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2007 | 00:19
Tull á fullu!
Skemmtilegir tónleikar með náunga sem hefur í 40 ár verið í annarri vídd en mest af þeirri dægurtónlist er sem heyrist.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 21:59
Aftur og nýbúinn
Hótar að hálshöggva Britney og Madonnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.9.2007 | 14:17
Ný innrás í uppsiglingu?
Ýmsir hafa orðið til að spá því að innrásinni í Írak yrði fylgt eftir með innrásum í fleiri ríki í þessum heimshluta. Reyndar hefur Íraksstríðið reynst tímafrekara og kostnaðarsamara en við var búist svo þessar áætlanir hafa þá væntanlega dregist á langinn.
Það má reyndar minna á að tæknilega séð eiga Ísraelsmenn og Sýrlendingar í stríði þótt lítið hafi verið um bein átök undanfarið.
Sýrlendingar sagðir vinna að því að koma sér upp kjarnorkutækni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2007 | 17:48
KIVA.ORG slær í gegn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2007 | 09:52
Bush og bin
Þessi hryðjuverkasamtök líta á Bandaríkin sem höfuðóvin sinn og vilja vinna
þeim allt til miska. Í því ljósi er innrásin í Írak því fáránlegri og
tilgangslausari sem Saddam var sá stjórnandi í Austurlöndum nær sem líklega
var andsnúastur bin Laden og hryðjuverkasamtökum hans. Allur sá harmleikur
hefur í raun ekki gert neitt annað en að styrkja al-Kaída.
Það er svo annað mál að aftur virðist bin Laden stefna að því að hafa áhrif
á kosningar í Bandaríkjunum, efla ótta þjóðarinnar og fá hana til að kjósa
repúblikana. Málið er hins vegar hvort þjóðin lætur blekkjast einu sinni
enn.
Bush segir myndband bin Ladens sýna hver langtímamarkmið al-Qaeda séu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.8.2007 | 12:55
Hermenn sem trúa á hvað?
Hafa ber í huga að umtalsvert hlutfall ísraelskra hermanna í byggðum Palestínu er ekki gyðingar heldur bedúínar. Trúa þeir ekki flestir á Allah?
Úr hvorum hópnum ætli hlutfallslega fleiri deyi?
Þessi frétt undirstrikar bara enn einu sinni hvers konar rugl er í gangi í þessum heimshluta. Það þarf að ná guði út úr þessari jöfnu svo hægt sé að reikna dæmið til enda og finna lausn á vandanum.
Ráðherra styður rabbína sem segir trúaða hermenn ekki falla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.8.2007 | 23:10
Leiðsögumaðurinn
Það var gaman að endurnýja kynnin við norsku Samamyndina Leiðsögumaðurinn sem nú er um það bil 20 ára gömul. Helgi Skúlason var svipljóta illmennið sem aldrei sagði orð og fékk að lokum makleg málagjöld. Og seiðkarlinn lék Nils Utsi sem ég hef einu sinni hitt eitt snjóþungt febrúarkvöld 1978 í Tromsö þegar ég heimsótti Pétur og hann skipulagði skákkvöld með norskum vinum sínum. Nils vann okkur báða og hrópaði í gleði sinni: ,,Eru hér ekki fleiri Íslendingar sem ég get malað!"
Nils hefur m.a. leikstýrt verkinu Með vasa fulla af grjóti í þjóðarleikhúsi Sama en þeir Stefán Karl og Hilmir Snær slógu í gegn í sama verki hjá Þjóðleikhúsinu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2007 | 12:37
Veitum örlán á KIVA - það er einfalt
Í viðskiptakálfi Moggans í dag er fjallað um örlán og dr. Mohammad Yunus sem fékk Nóbelsverðlaun fyrir örlánahugmyndina og útfærslu hennar.
Það er ekkert mál að veita örlán. Maður stofnar reikning á heimasíðunni www.kiva.org og er kominn í gang fyrr en varir. Fulltrúar samtakanna í þróunarlöndum leita uppi fólk sem sem er hæft til þess að taka lán, hver og ein leggur sitt af mörkum til þeirra sem þeir kjósa að lána, allt niður í 25 bandaríkjadali, og lánið er veitt þegar heildartölunni er náð. Síðan er það endurgreitt, dæmigert á 12 til 18 mánuðum. Þetta er stórsniðugt kerfi og virðist alveg öruggt og bara það eitt að lesa um hvað fólk er að fá lánað til er mikil reynsla vesturlandabúa sem hefur allt til alls. Nær ekkert er um það að fólk geti ekki endurgreitt lánin sín. Ég fann aðeins tvö dæmi af þeim þúsundum sem þarna eru á skrá.
Hverjum og einum lánveitanda eru svo sendar upplýsingar reglulega um stöðu lánsins og gang mála hjá lánþega. Ég hvet alla til að kynna sér þetta á www.kiva.org .
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)