Færsluflokkur: Dægurmál
16.10.2007 | 20:12
Sala áfengis í matvöruverslunum
Enn er lagt til að áfengi verði selt í almennum matvöruverslunum. En verði það leyft þýðir það að enginn starfsmaður í viðkomandi verslunum má vera undir áfengiskaupaaldri, það er yngri en tvítugur. Hvað ætli það þýði fyrir flestar þessara verslana? Hvað þýðir það fyrir skólafólk í leit að aukastörfum?
Og af hverju að takmarka áfengissöluna við matvöruverslanir? Hvers vegna mætti ég ekki kaupa mér rauðvín í sömu búð og ég kaupi glösin undir það?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2007 | 10:41
Hættuleg alræðishyggja
Oft hefur verið rætt um flokkaflakkara og sýnist sitt hverjum. Margir skipta um skoðun í þeim málum eftir því hvernig þau snerta þá persónulega en kjarni málsins er þessi: Fólk er kjörið. Það getur skipt um skoðun eða fundist samherjarnir hafa skipt um skoðun og það vill því ekki fylgja þeim. Þá hafa kjörnir fulltrúar leyfi til að draga sig út úr því samstarfi.
Snúum dæminu við. Ef menn eiga að hætta sjálfvirkt þegar samstarfi við ákveðinn flokk lýkur gæti flokksforysta t.d. ákveðið að rekja úr flokknum þingmann sem væri óþægur ljár í þúfu. Þar með væri hann sjálfkrafa dottinn úr þingflokknum og annar tekinn við. Vilja menn í raun sjá þetta gerast? Er þá ekki orðið stutt í einræðisvald flokksforystunnar.
Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.10.2007 | 20:22
Ég var klukkaður
Ég var klukkaður, mér algjörlega að óvörum (skammastín, Gréta ). Hér koma 8 atriði um mig sem eru á fárra vitorði (reyndar er ég sem betur fer almennt séð á fárra vitorði):
- Eitt sinn í æsku féll ég niður þverhnípt bjarg um 8 metra hæð en lenti í vírneti í gömlum heyvagni og lifði það af.
- Ég sat 6 ára gamall hest sem fældist, ég flaug af baki og brotnaði svo illa á olnboga að hefði dr. Snorri Hallgrímsson ekki verið læknir á Landspítalanum væri ég nú einhentur.
- Ég var í sveit í Hamragörðum undir Eyjafjöllum og byrjaði þar að reykja 9 ára gamall. Ég hætti reyndar fljótlega aftur í bili.
- Ég var sumarmaður á Gunnarholtshælinu í 3 ár og þegar ég eignaðist norska kærustu skildi hún ekkert í því að allir rónar bæjarins þekktu mig með gælunafni.
- Ég seldi byssuna mína í Þrándheimi og frétti fyrst síðar að þriggja skota haglabyssur væru bannaðar í því landi svo ég hef smyglað ólöglegu vopni til Noregs.
- Ólína Þorvarðardóttir ritskoðaði einu sinni texta eftir mig sem átti að flytja á 1. desember skemmtun í Háskólabíói.
- Ég hef gengið frá Evrópu til Asíu yfir fljótið Ob á ís við heimskautsbaug.
- Ég þarf að fara til Ungverjalands og herma loforð upp á konu sem vill gera mig að heiðursfélaga ungversku bútasaumssamtakanna.
Dægurmál | Breytt 13.10.2007 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.10.2007 | 22:40
Spilltir stjórnmálamenn
spilltari og siðlausari stjórnmálamanni en Birni Inga. Þar held ég að
hann leiti nú langt yfir skammt, honum nægir að skyggnast um palla í
sínum eigin þingflokki til að sú leit beri árangur.
Fyrrum minnihluti bjargaði Birni Inga fyrir horn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2007 | 18:27
HIVE á réttri leið
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2007 | 17:56
Stórkostleg þjóðleg tónlist frá Kína
Ég varð þeirrar ánægju að njótandi í gærkvöldi að sitja tónleika þjóðlagahljómsveitar Söngleikja- og dansstofnunar Wuhan-borgar eins og bandið heitir fullu nafni. Og hafi ég átt von á einhverju í líkingu við kínverskar óperur frá Beijing var það mikill misskilningur. Þarna var hörkuvel samspilandi hljómsveit strengja og blásturshljóðfæra með afar spennandi tónlist af mjög fjölbreyttum toga sem þó var alls ekki erfið eyrum sem vönust eru vestrænum dúr-og-moll-og4/4-takti. Tveir einleikarar á banhu-fiðlur voru hvor öðrum betri og þar naut nákvæmt samspil hljóðfæraleikaranna sín kannski hvað best.
Og inn á milli komu söngvarar sem líka kunnu sitt fag, bæði karlar og konur. Söngkonurnar voru glæsilega klæddar og sumar skreyttar fram yfir það sem við eigum að venjast hér á vaðmálsslóðum.
Hljómsveitin hafði m.a. æft tvö lög eftir Fúsa Halldórs en það var eins og valstakturinn í Dagnýju félli ekki alveg að kínverska léttleikanum. Miklu betur gekk með Á Sprengisandi eftir Kaldalóns sem skemmtilegt stef hafði verið prjónað inn í.
Frú Hong Ying lék frábæran einleik á yangqin-hörpu og konan sem lék á hina hörpuna, og sem ég kann ekki að nefna, sýndi glæsileg tilþrif. Og svo var bjölluspilið líka tignarlegt og spennandi, ekki síst með lipru meðspili sem setti punktinn yfir i-ið.
Í einu orði sagt stórkostlegir tónleikar og allir þeir sem gaman hafa af sígaunatónlist, írskri danstónlist og annarri evrópskri þjóðlegri tónlist ættu ekki að láta tónleika föstudagskvöldsins í Salnum fram hjá sér fara.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2007 | 17:45
Vandamál víðar
Sjö í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða þjófnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2007 | 23:39
Nýja platan með Bruce Springsteen er hér!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2007 | 14:02
Gömlu góðu Túnfiskarnir
Þegar ég fletti blöðum í morgun blasti við mynd af Túnfiskum, sönghópnum úr Öldutúnsskóla sem söng lögin og ljóðin okkar Gísla inn á plötu. Þarna stóðu þáverandi nemendur, núverandi íslenskufræðingur, formaður, díva, búningahönnuður og allir hinir á andartaki sem verður okkur sem að því stóðu líklega ógleymanlegt.
Það er svo gaman í Öldutúni var aðallagið í skólarevíu ársins. Í útvarpsviðtali sagði Maja að Syndaselurinn væri óður til Hauks. Ég man að ég velti fyrir mér hvort ég ætti að túlka þetta sem svo að um væri að ræða söng til heiðurs skólastjóranum eða hvort einhver hefði verið sendur óður til hans.
Um þær mundir var Rás 2 á sínum upphafsárum og vinsældalistar valdir á grundvelli innhringinga. Hópur nemenda sat og hringdi eins og berserkir og Túnfiskarnir fóru beint í 10. sætið. Eitthvað hefur þeim Rásar 2 mönnum þó þótt þetta með ólíkindum og við fórum ekki hærra þrátt fyrir stöðugar tilraunir.
Myndin í Fréttablaðinu var tekin í Sjónvarpssal í stuðningsþætti fyrir SÁÁ og ég get fullyrt að enginn af okkar fólki á myndinni hefur lent í neinu rugli, hverju svo sem það er að þakka.
Á útsendingarkvöldinu söfnuðumst við saman og ég sá um að kaupa ósköpin öll af kjúklingabitum, gos og fimm stóra skammta af frönskum en þegar til kom fengum við bara 5 litla. Það skipti þó engu máli, spennan var mikil fyrir útsendinguna og allir voru á nálum.
Um sumarið skemmtu Túnfiskarnir á 17. júní í Reykjavík, bindindismótinu í Galtalæk og víðar. Við Gísli stofnuðum samvinnufélagið Túnfiska til að halda utan um launamálin. Það fyrirtæki er enn við lýði og selur nú gæðaþýðingar um land allt. Stundum kemur fyrir að hringt er og spurt hvort við séum í fiskútflutningi.
Það eru ekki fáar hugsanir sem ein mynd í blaði getur kallað fram.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2007 | 13:18
Hækkanir eða lækkanir?
Unnið að endurskoðun á skattlagningu á ökutæki og eldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)