Færsluflokkur: Dægurmál

Farinn á gamla bloggið mitt

Hér verður ekki bloggað meira í bili, höfundur hefur fært sig yfir á gamla bloggið sitt (http://matti.wordpress.com/)

Aukasjálfið er hér.


Sjúkrahús fyrir konur og börn sprengt í loft upp

Hér má sjá gott dæmi um það hvar her Ísraels leitar að Hamasmönnum til að útrýma, á norrænu sjúkrahúsi fyrir ófrískar konur og ungbörn. Hvers vegna segir Mogginn ekki þessa helstu frétt dagsins frá Gaza?
mbl.is Sextíu sagðir látnir á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áróðursstríðið tapast alltaf

Gideon Lichfield hefur lengi verið blaðamaður The Economist í Jerúsalem og veltir því fyrir sér í þessari afbragðsgóðu grein hvers vegna Ísraelsmenn geti ekki unnið áróðursstríð sín, þrátt fyrir yfirburðafærni í almannatengslum. Málið er að þeir eru alltaf að reyna að svara rangri spurningu: Hvers vegna er þetta réttlætanlegt?" Umheimurinn vill hins vegar vita hvernig einmitt þessi árás, þetta stríð, þessi fjöldamorð bæti stöðu mála á svæðinu og vísi í framtíðarátt. Og við þeim spurningum hafa þeir engin svör.

Því má líka bæta við að umheimurinn hefur það oft staðið Ísraelsher að lygum að hann er alltaf grunaður um græsku. Gott dæmi eru viðbrögðin eftir árásina á skólann þar sem fólki hafði verið ráðlagt að leita skjóls. Fyrst var sagt að Hamas hefði skotið sprengjum þaðan og dregnar fram myndir því til sönnunar (að vísu gamlar!) og svo var skýringum breytt eftir því sem fleira kom fram af óhrekjanlegum staðreyndum. Nýjasta útskýringin er að tæknibilun hjá tæknilega háþróaðasta her heims, sem hefur undirbúið þessa innrás af kostgæfni í hálft annað ár, sé ástæðan. Og enn efumst við...

 


mbl.is Tæknibilun sögð hafa valdið árás á skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer ekki að vera fullhefnt?

Rúmlega 500 manns fallnir, þar af mörg hundruð konur og börn. 30% særðra sem koma á sjúkrahúsin eru börn. 12 moskur hafa verið sprengdar. Fer ekki að vera komið nóg? Eða verður aldrei fullhefnt? Og okkur hefur enn ekki verið sagt hver hin endanlega lausn á að vera.

Obama bíður erfitt verk. Þetta er undarlegt ástand þar sem Bandaríkin dæla vopnum til Ísrael fyrir þúsundir milljarða króna og Evrópa dælir inn hjálpargögnum fyrir gríðarlegar fjárhæðir. En börnunum blæðir...


mbl.is Árás á markað í Gaza borg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frásögn af einum ,,bardaganna"

Hér er hin hliðin á einum þessara svokölluðu ,,bardaga við hryðjuverkamenn" í Gaza sem Ísraelar vísa til.
mbl.is Harðir bardagar í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær á að afeitra rekstur heimilanna?

Menn eru smám saman að átta sig á því að íslenskt viðskiptalíf er meira og minna tæknilega gjaldþrota. Reksturinn hefur ekki byggst á raunverulegum tölum heldur á þessum væntingum og bjartsýnisórum sem héldu þjóðinni í heljargreipum undanfarin ár. Og nú er sagt að með fjárhagslegri endurskipulagningu eigi að fjarlægja eitrið úr rekstri lífvænlegra fyrirtækja.
En hvað um íslensk heimili (mörg en þó ekki öll sem betur fer)? Fólk hefur tugþúsundum saman verið tælt til þess að offjárfesta, ekki síst með erlendum dauðalánum, og nú er svo komið að mikill meirihluti íslenskra heimila er tæknilega gjaldþrota. Þarf ekki líka að afeitra þann rekstur svo fólki verði gert kleift að standa í lappirnar og halda eigum sínum, ala upp börn sín í sæmilegu öryggi og halda áfram að vera þeir landstólpar sem fjölskyldurnar eiga að vera? Ef ekki verður gripið til aðgerða í þá veru sem allra fyrst lendum við í þeim ógöngum að fólk fer að missa hús sín, fjölskyldubönd rakna og innviðir samfélagsins fúna hratt og falla saman. Ábyrgð stjórnvalda verður mikil ef hún leyfir þessu að gerast því til hvaða ráða grípur fólk sem hefur ekki lengur neinu að tapa?


mbl.is Reksturinn afeitraður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klókari en Evrópumennirnir...

Saga afskipta Evrópumanna af Afríku er þyngri en tárum taki. Um aldir var álfan rænd tugmilljónum manna á besta aldri, konum og körlum, sem fluttir voru út sem þrælar vestur á bóginn flestir. Álfunni var skipt upp í nýlendur helstu Evrópuþjóða og öllu rænt sem einhvers var virði. Breska heimsveldið var byggt upp á þannig ránsmennsku og hefur enn ekki ná sér á strik á ný eftir að hafa misst völdin og aðganginn að þessum löndum, auk Indlands auðvitað.

Á síðari hluta 20. aldar öðluðust flestar Afríuþjóðirnar frelsi af einhverju tagi en Evrópumenn skildu allt of lítið eftir í formi þekkingar og landnýtingar til handa þjóðum landanna. En þá sáu Kínverjar sér leik á borði og hafa smám saman verið að koma sér fyrir í álfunni. Þeim er almennt borin vel sagan, þeir greiða betur en Evrópumenn og kenna fólkinu t.d. landbúnað. Auðvitað vilja þeir fá eitthvað fyrir snúð sinn og því verður athyglisvert að fyklgjast með þessari þróun.


mbl.is Flytja út bændur til Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríð og hryðjuverk

war-terror.jpg
mbl.is Árásir halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir kunna sitt fag

Það eru sex vikur til kosninga í Ísrael. Bush er enn við völd í Bandaríkjunum og Ísraelsmenn vita að stuðningur hans er skilyrðislaus. Obama er svolítið óskrifað blað svo það er best að gera árásirnar einmitt núna.

Og það er snjallt hjá Ísraelsmönnum að gera loftárásir á þéttbýl svæðin einmitt á þeim tíma sem börn í tvísetnum skólunum eru á leið í eða út skóla. Þeir kunna sitt fag...


mbl.is Hernaði Ísraela mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Giftuleysið ...

Heimspekingur hér kom einn í húsgangs klæðum.
Með gleraugu hann gekk á skíðum,
giftuleysið féll að síðum.

(Bólu-Hjálmar orti, MK sneri út úr)


mbl.is Skilanefnd Giftar skilar umboði sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband