Færsluflokkur: Bloggar
19.1.2008 | 11:24
Hæsta hótel í heimi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2007 | 22:15
Lýst eftir blárri bodhran-trommu
Á níunda áratug var ég m.a. önnum kafinn við að leika írska og skoska tónlist með Wilmu Young fiðluleikara, ekki síst á Ölkeldunni á 2. hæð að Laugavegi 22. Við höfðum á ferðum okkar keypt forláta írskt bodhrán, trommu sem haldið er lóðréttri og hún slegin með sérstökum kólfi. Tromman var frekar stór og fallega blá með mynd í skinninu og svo hvarf hún hreinlega eitt kvöldið af efstu hæðinni og hefur ekki sést síðan.
Ég var búinn að steingleyma þessu atviki en þegar ég horfði á hana Eyvøru í kvöld og sá snjalla undirleikarann hennar með bodhránið sitt rifjaðist þetta upp fyrir mér og ég ákvað að lýsa eftir gripnum, ef ske kynni að samviskubit væri farið að láta á sér kræla. Trommunni má skila í ganginn að Brautarholti 28, efstu hæð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2007 | 21:16
Pítsa er neyðarbrauð!
Flatbakað brauð af ýmsu tagi á sér langa sögu en þegar tómatar bárust frá Perú til Ítalíu á 16. öld varð fyrsta pítsan til. Fátæklingar höfðu yfirleitt bara hveiti, hvítlauk, olíu, fitu, ost og kryddjurtir til matargerðar og tómatar voru vel þegin viðbót. Nú er þessi réttur orðinn einn uppáhalds skyndibitinn, ein helsta uppspretta næringar og kannski ein af ástæðum aukinnar offitu í hinum vestræna heimi.
Á mínu heimili er aðkeypt pítsa aðeins snædd þegar virkilega nauðsyn ber til og því fæddist þetta skemmtilega heiti yfir réttinn hér í kvöld, nokkrum dögum eftir dag íslenskrar tungu. Pítsa er sannkallað neyðarbrauð!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)