18.8.2008 | 22:33
Góðir flokkar fyrir karla eða konur
Í Íslandi í dag kom fram í kvöld að konur hefðu sagt sig úr Framsóknarflokknum og varð það tilefni spurningarinnar: ,,Er Framsóknarflokkurinn kannski ekki góður fyrir konur?"
Nú sögðu bæði Ólafur F. og Jón Magnússon sig úr Sjálfstæðisflokknum en einhvern veginn man ég ekki eftir spurningu um hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri kannski ekki góður fyrir karla.
Marsibil segir sig úr Framsóknarflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2008 | 00:12
Clapton & Grey Pride
Ekki veit ég hverjir spila á Gay Pride en hitt veit ég að bestu tónleikar helgarinnar eru þegar búnir. Clapton lék fyrir okkur grákollana og svo var líka mikið af yngri kynslóðinni á staðnum og virtist hún skemmta sér bærilega. Frábærir meðspilarar og hörkublús mikinn hluta tímans en tónninn var gefinn í upphafi með Key to The Highway og Hoochie Coochie Man. Crossroads kom svo undir lokin en hápunkturinn fannst mér þó vera Isn't It A Pity?
Kallinn stendur sig vel en kóverlögin eru þó og verða hans sterkasta hlið, burtséð kannski frá Wonderful Tonight.
Um 12.000 hlýða á Clapton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.8.2008 | 14:41
Íslenskar hetjur af kotungakyni?
Hvar eru nú allir þeir sem hafa mótmælt kvótakerfinu hástöfum og eiga smábáta? Af hverju í ósköpunum fara þeir ekki allir á sjó eins og Ási og veiða til þess að sjá hvað þá verður gert? Mótmæli eins manns hafa nú ekki mikið að segja og auðvelt að bregðast við þeim. Það er aumingjaskapur af þeim sem eru honum sammála og eiga báta að taka ekki til sinna ráða líka núna þegar þetta góða tækifæri gefst, alveg burtséð frá því hvort gaurinn hefur einhvern tíma selt frá sér kvóta eða ekki. Ef einhvern tíma var rétt að drífa upp meiri og öflugri borgaraleg mótmæli andstæðinga kvótakerfisins er það núna.
500 smábátar á sjó samtímis? Það yrði gaman að sjá viðbrögðin við því.
Ásmundur seldi kvótann fyrir 17 árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.7.2008 | 11:50
Keisarar og trölltryggir geldingar
Ég var að horfa á afar áhugaverðan þátt um keisara nokkurn á Ming-tímabilinu í Kína. Hann lét taka marga af efnilegustu ungpiltum landsins og gelda þá en þannig tryggði hann sér óskorðaða hollustu þeirra og tryggð. Þeir áttu sem geldingar nefnilega enga möguleika til lífs utan forboðnu borgarinnar og var auk þess einna helst treystandi fyrir kvennabúri keisara.
Ég sá svo ákveðna tengingu þessa við nútímann í þessari færslu hjá honum Guðbirni Guðbjörnssyni
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2008 | 15:37
Fátæk börn á Íslandi
Nú er nokkuð rætt um fátækt. Af því tilefni rifjaðist upp fyrir mér að hér voru eitt sinn til samtök sem hétu ,,Fátæk börn á Íslandi". Þau fengu töluvert af gjafafé og stóðu fyrir söfnunum sem að minnsta kosti sumar voru á jaðri laganna. Um það er til dæmis fjallað hér.
Fyrir samtökum þessum fór Jón Egill Unndórsson og væri nú gaman ef einhver fylgdi því eftir sem byrjað var að skoða árið 2006. Auðvitað fer enginn fram á að mögulegir þiggjendur séu nafngreindir en þetta eru áhugaverðar spurningar því margir reyndu árum saman að afla upplýsinga um þessi samtök en gekk illa.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.7.2008 | 15:40
Ljúfa lífið í Keníu
Einhverjir halda því fram að nú sé gaman að búa í Keníu, gott ef þar á ekki að ríkja friður, samheldni og eindrægni og enginn hrakinn að heiman, hvað þá að fólk þurfi að flýja til útlanda.
Nú vill svo til að ég hef í gegnum KIVA tekið þátt í örlánastarfsemi í nær ár og m.a. lánaði ég í haust Keníubúa einum, Samuel Nganga Kimani að nafni. Hann er einn örfárra sem ekki hefur getað staðið í skilum og hver skyldi nú ástæðan vera? Um hann má lesa hér. Að lestri loknum geta svo menn reynt að halda því fram að ekki ríki flóttamannavandi í Keníu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2008 | 10:09
Kona barinn... - frá visir.is
Kona barinn í Tryggvagötu
Nóttin var tiltölulega róleg í miðborginni í nótt og greinilega margir sem hafa yfirgefið borginni um þessa miklu ferðahelgi. Alls eru bókuð rúmlega 100 verkefni sem er í meðallagi að sögn lögreglunnar á höfurðborgarsvæðinu.
Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt, í báðum tilvikum var um aðila af erlendu bergi brotnu sem voru bæði gerendur og þolendur í málunum.
Á Laugarvegi var maður laminn af samlöndum sínum og var hann fluttur á Slysadeild með áverka í andliti, sömuleiðis var kona barinn af samlanda sínum í Tryggvagötu þannig að hún lá óvíg eftir í götunni, hún var flutt á Slysadeild með sjúkrabifreið.
Öll frekari orð eru óþörf, þessi fáránlega villa er svo endurtekin i fréttinni!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2008 | 23:03
Hvað stendur m.a. í Dyflinnarsamningnum?
Oft er vísað til þess að samkvæmt Dyflinnarsamningnum beri stjórnvöldum að senda flóttamenn til þess lands þar sem þeir komu fyrst inn í ESB. Í Dyflinnarsamningnum stendur í 3. grein:
4. Hvert aðildarríki á rétt á að fjalla um umsókn um hæli, sem útlendingur leggur fram við það, þrátt fyrir að því sé óskylt að fjalla um hana samkvæmt þeim forsendum sem kveðið er á um í samningi þessum, enda fallist sá á það, sem um hæli sækir.
Gefur þetta ekki íslenskum yfirvöldum ótvírætt leyfi til að skoða mál sjálfstætt en ekki bara að senda menn úr landi án þess að taka nokkuð tillit til aðstæðna?
Ákvarðanir Útlendingastofnunar teknar án samráðs við ráðuneytið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2008 | 22:07
Úr sögu Bandaríkjanna
Indian boys first day in an American school
It was the first day of school and a new student named Chandrasekhar Subrahmanyam entered the fourth grade. The teacher said, Lets begin by reviewing some American History.
Who said Give me Liberty, or give me Death? She saw a sea of blank faces, except for Chandrashekhar, who had his hand up: Patrick Henry, 1775″ he said.
Very good! Who said Government of the People, by the People, for the People, shall not perish from the Earth? Again, no response except from Chandrashekhar. Abraham Lincoln, 1863″ said Chandrashekhar.
The teacher snapped at the class, Class, you should be ashamed. Chandrashekhar, who is new to our country, knows more about its history than you do.
She heard a loud whisper: F**k the Indians, Who said that? she demanded.
Chandrasekhar put his hand up.. General Custer, 1862.
At that point, a student in the back said, Im gonna puke.
The teacher glares around and asks All right! Now, who said that?
Again, Chandrasekhar says, George Bush to the Japanese Prime Minister, 1991.
Now furious, another student yells, Oh yeah? S*ck this!
Chandrasekhar jumps out of his chair waving his hand and shouts to the teacher, Bill Clinton, to Monica Lewinsky, 1997!
Now with almost mob hysteria someone said You little shit. If you say anything else, Ill kill you.
Chandrasekhar frantically yells at the top of his voice, Gary Condit to Chandra Levy, 2001.
The teacher fainted. And as the class gathered around the teacher on the floor, someone said, Oh shit, were f**ked!
And Chandrasekhar said quietly, George Bush, Iraq, 2005."
Af http://softwarcraft.com
Obama með forskot á McCain | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 11:45
Og það hitnar á Grænlandi
Varplunda fækkar nú mjög en það er svipuð þróun og varð í Røst í Norður-Noregi og í Færeyjum undir lok 20. aldar.
Hiti eykst nú hratt á Grænlandi og hér er áhugaverð frétt frá því 21/6 um ástandið á Diskóflóa.
Og hér er líka merkileg frétt um nýjar uppgötvanir danskra vísindamanna um hve hratt hiti hækkaði á Grænlandi við upphaf núverandi loftslagsskeiðs. Gögnin sýna að loftslagsbreytingar geta orðið miklu hraðari en menn hafa talið mögulegt.
Lundavarpið fyrr á ferð í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)