Hækkanir eða lækkanir?

Og hvort skyldi nú sú endurskoðun leiða til hækkana eða lækkana? Ég veðja á það fyrrnefnda.

mbl.is Unnið að endurskoðun á skattlagningu á ökutæki og eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðurhamur

Ég vaknaði um 5 leytið í morgun við að slagveðrið lamdi húsið að utan. Inni var hlýtt og notalegt en fátt utandyra sem freistaði.
Ég fór fram út, fékk mér vatnsglas og horfði  á regndropana renna niður glerið. Í þann mund sem ég ætlaði að fara að skríða upp í að nýju heyrði ég smell í bréfalúgunni. Fréttablaðið var komið. Ég leit út um gluggann og sá grannvaxinn mann skjótast hjá.
Ég lagðist svo aftur undir sæng og hugsaði um leið og svefninn færðist yfir:
 ,,Á hvaða tungumáli skyldi þessi maður bölva veðrinu"?

Guernica og Búrma

Nasistaflugher Þjóðverja réðst á sveitabæinn Guernica í Norður-Spáni 1937, sprengdi varnarlaust fólk í tætlur og skaut með vélbyssum þá sem reyndu að flýja. Picasso málaði öflugt málverk sem samstundis varð heimsfrægt.
Einn af forkólfum nasista í París á stríðsárunum heimsótti vinnustofu hans, tók upp kort með mynd af verkinu og spurði: ,,Gerðir þú þetta"?
,,Nei, þið gerðuð þetta," svaraði Picasso og gaf honum kortið.
60 árum síðar lýstu Bandaríkjamenn yfir  innrás í  Írak, m.a. í nafni okkar.
Þegar  stríðsherrann ætlaði að stilla sér upp og lesa yfirlýsinguna áttaði fólk sig á að á bak við púltið hékk eftirprentun af verkinu Guernica.  Og listin er máttug, menn flýttu sér að hylja verkið bláum dúk áður en innrásaryfirlýsingin var lesin. Það átti ekki við að hafa myndir af sundurskotnu fólki og dýrum á bak við.
Enn á ný ráðast fasistar gegn saklausu fólki sem þráir það eitt að lifa í friði, að þessu sinni í Míanmar sem hét Búrma áður en herforingjarnir rændu völdum og verður væntanlega kallað það á ný þegar þjóðin stendur yfir moldum þeirra.


Tull á fullu!

anderson Það var gaman að sjá og heyra Anderson og lið hans í kvöld. Að vísu var enginn úr upprunalega bandinu með annar en forsprakkinn en það gerir eiginlega ekkert til, Ian kann að velja vel spilandi menn með sér og hann kann hvergi við sig nema í aðalhlutverkinu. Gítarleikarinn Florian kom með honum hingað síðast og sýndi að hann var efnilegur en hann var greinilega þá enn að læra á tónlist Andersons og vandaði sig gríðarlega. Nú er staðan orðin allt önnur, guttinn flaug um sviðið og brilleraði á köflun með fíngert spil, power chords og allt þar á milli. Ég held reyndar að hann gæti ekki síður hugsað sér að spila með AC/DC en það er önnur saga.
Skemmtilegir tónleikar með náunga sem hefur í 40 ár verið í annarri vídd en mest af þeirri dægurtónlist er sem heyrist.

Aftur og nýbúinn

Athyglisverð hugmynd að halda að það sé hægt að gera fólk höfðinu styttra oftar en einu sinni.
mbl.is Hótar að hálshöggva Britney og Madonnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný innrás í uppsiglingu?

Ýmsir hafa orðið til að spá því að innrásinni í Írak yrði fylgt eftir með innrásum í fleiri ríki í þessum heimshluta. Reyndar hefur Íraksstríðið reynst tímafrekara og kostnaðarsamara en við var búist svo þessar áætlanir hafa þá væntanlega dregist á langinn.

Það má reyndar minna á að tæknilega séð eiga Ísraelsmenn og Sýrlendingar í stríði þótt lítið hafi verið um bein átök undanfarið.


mbl.is Sýrlendingar sagðir vinna að því að koma sér upp kjarnorkutækni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KIVA.ORG slær í gegn

Nýlega birti Mogginn grein og frétt um kiva.org, leið til að veita örlán. Kiva hefur fengið mikla umfjöllun í Bandaríkjunum og nú er svo komið að allir lánbeiðendur hafa fengið úrlausn sinna mála! Á hálfum mánuði hefur lánveitendendum fjölgað úr 89.000 í 109.000 og helsta vandamálið er nú að finna nógu marga verðuga lánbeiðendur til að hafa við. Hver getur þá sagt: heimur versnandi fer?!

Bush og bin

Langtímamarkmið al-Kaída (Byrgisins) þurfa ekki að koma neinum á óvart.
Þessi hryðjuverkasamtök líta á Bandaríkin sem höfuðóvin sinn og vilja vinna
þeim allt til miska. Í því ljósi er innrásin í Írak því fáránlegri og
tilgangslausari sem Saddam var sá stjórnandi í Austurlöndum nær sem líklega
var andsnúastur bin Laden og hryðjuverkasamtökum hans. Allur sá harmleikur
hefur í raun ekki gert neitt annað en að styrkja al-Kaída.

Það er svo annað mál að aftur virðist bin Laden stefna að því að hafa áhrif
á kosningar í Bandaríkjunum, efla ótta þjóðarinnar og fá hana til að kjósa
repúblikana. Málið er hins vegar hvort þjóðin lætur blekkjast einu sinni
enn.

mbl.is Bush segir myndband bin Ladens sýna hver langtímamarkmið al-Qaeda séu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hermenn sem trúa á hvað?

Hafa ber í huga að umtalsvert hlutfall ísraelskra hermanna í byggðum Palestínu er ekki gyðingar heldur bedúínar. Trúa þeir ekki flestir á Allah?
Úr hvorum hópnum ætli hlutfallslega fleiri deyi?
Þessi frétt undirstrikar bara enn einu sinni hvers konar rugl er í gangi í þessum heimshluta. Það þarf að ná guði út úr þessari jöfnu svo hægt sé að reikna dæmið til enda og finna lausn á vandanum. 


mbl.is Ráðherra styður rabbína sem segir trúaða hermenn ekki falla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðsögumaðurinn

 

NilsUtsi Það var gaman að endurnýja kynnin við norsku Samamyndina Leiðsögumaðurinn sem nú er um það bil 20 ára gömul. Helgi Skúlason var svipljóta illmennið sem aldrei sagði orð og fékk að lokum makleg málagjöld. Og seiðkarlinn  lék Nils Utsi sem ég hef einu sinni hitt eitt snjóþungt febrúarkvöld 1978 í Tromsö þegar ég heimsótti Pétur og hann skipulagði skákkvöld með norskum vinum sínum. Nils vann okkur báða og hrópaði í gleði sinni: ,,Eru hér ekki fleiri Íslendingar sem ég get malað!"
Nils hefur m.a. leikstýrt verkinu Með vasa fulla af grjóti í þjóðarleikhúsi Sama en þeir Stefán Karl og Hilmir Snær slógu í gegn í sama verki hjá Þjóðleikhúsinu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband