Meet the new boss, same as the old boss

Um áratuga skeið var íslensk blaðamannastétt undir hælnum á pólitíkusum. Blöðin voru í eigu flokkanna og menn voru ráðnir eftir a) pólitískum skoðunum og b) ritfærni. Allir undu glaðir við sitt og Mogginn skammaði Þjóðviljann og pissaði til skiptis utan í Alþýðublaðið og Tímann. Ekkert var þar sagt nema með samþykki eigenda og það var ekki fyrr en undir aldamótin síðustu að þetta byrjaði aðeins að breytast.
Þá brá svo við að eignarhald byrjaði að riðlast. Nútíma viðskiptahættir héldu innreið sína og fjölmiðlar fóru að ganga kaupum og sölum eins og hver önnur fyrirtæki. En eitt breyttist þó ekki, þjónkun fjölmiðla við eigendur sína. Pólitíkusar gráta hins vegar hlutinn sinn því nú segja nýir eigendur ritstjórnum sínum og ritstjórum fyrir verkum og nú eru það ekki hin þröngu flokkspólitísku sjónarmið sem ráða heldur þröng viðskiptaleg sjónarmið.

Eða eins og Townshend segir í laginu Won't get fooled again (you wish!!):

The change, it had to come
We knew it all along
We were liberated from the foe, that's all
And the world looks just the same
And history ain't changed
'Cause the banners, they all flown in the last war

...

Then I'll get on my knees and pray
We don't get fooled again
Don't get fooled again

...

Meet the new boss
Same as the old boss.

 


mbl.is Íhugar málsókn gegn Kastljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband