Zeppelin og Neil Young setja punktinn yfir i-ið

Mikið var það gott val hjá Evu Maríu í lok þáttar síns í gærkvöldi, eftir viðtalið við  Þórólf um borgarmálefnin, að spila Zeppelin-lagið "Dazed & Confused". Svona eiga sýslumenn að vera.

Þetta slær þó ekki út viðtalið við ráðherrann sem sagði af sér, hélt klukkutíma ræðu sem var sent út beint og að því búnu spilaði Rás 2 lag eftir Neil Young, "Piece of Crap".

Ég hlakka reyndar mikið til að sjá Neil í Köben nú í lok mánaðarins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Loksins heyrðist í þér - eftir fjölmargar áskoranir!

Færslan þín minnir mig á þegar Gvendur Jaki var einu sinni í viðtali á Rás 2 í einhverjum magasínþætti síðdegis. Ekki man ég hver spyrillinn var. En Jakinn fór mikinn eins og honum var lagið, var stóryrtur og barði sér á brjóst. Eftir viðtalið var leikið lagið "Yes, I'm the great pretender", að þessu sinni með Freddy Mercury. Það varð til þess að ég fór að pæla í hverjir velja lögin... þáttastjórnendur eða tæknimenn. Þessi var altént með flottan húmor.

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.2.2008 kl. 15:11

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég held að þetta hljóti að vera tæknimennirnir.

Þáttaspyrlar eru ekki djúpa laugin í dona, frekar en að þýðendurnir betrumbæti stundum upprunalega textann oftar en einu sinni í þætti ....

Steingrímur Helgason, 18.2.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband