27.11.2007 | 22:15
Lýst eftir blárri bodhran-trommu
Á níunda áratug var ég m.a. önnum kafinn við að leika írska og skoska tónlist með Wilmu Young fiðluleikara, ekki síst á Ölkeldunni á 2. hæð að Laugavegi 22. Við höfðum á ferðum okkar keypt forláta írskt bodhrán, trommu sem haldið er lóðréttri og hún slegin með sérstökum kólfi. Tromman var frekar stór og fallega blá með mynd í skinninu og svo hvarf hún hreinlega eitt kvöldið af efstu hæðinni og hefur ekki sést síðan.
Ég var búinn að steingleyma þessu atviki en þegar ég horfði á hana Eyvøru í kvöld og sá snjalla undirleikarann hennar með bodhránið sitt rifjaðist þetta upp fyrir mér og ég ákvað að lýsa eftir gripnum, ef ske kynni að samviskubit væri farið að láta á sér kræla. Trommunni má skila í ganginn að Brautarholti 28, efstu hæð.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Svo þú ert trommuleikari líka... eða eigum við að segja bodhránleikari?
Var að hrósa þér í athugasemdakerfinu hjá mér, læt þar við sitja svo ekki verði of langt gengið...
Lára Hanna Einarsdóttir, 27.11.2007 kl. 22:36
Pétur G. gæti hafa keypt hana í Boston, eða Eivör í Færeyjum? Pétur var alltaf að safna ásláttarhljóðfærum, kannski fann hann hana í Kolaportinu. Ég mundi bara hringja í hann. gæti eitthvað gerst!
Ó, var hún Eivör ekki fersk, yndislega góð og falleg....I just love her
Eva Benjamínsdóttir, 28.11.2007 kl. 02:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.