Sjúkrahús fyrir konur og börn sprengt í loft upp

Hér má sjá gott dæmi um það hvar her Ísraels leitar að Hamasmönnum til að útrýma, á norrænu sjúkrahúsi fyrir ófrískar konur og ungbörn. Hvers vegna segir Mogginn ekki þessa helstu frétt dagsins frá Gaza?
mbl.is Sextíu sagðir látnir á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

takk Matthías minn fyrir að setja inn þennan link - ég skil ekki fréttaflutning mbl.is af fjöldamorðunum - nýjasta fréttin hjá þeim er að norsku læknarnir hafi hugsanlega mögulega falið hamasliða á sjúkrahúsinu.

og takk fyrir sendinguna - hún kom sér með sanni mjög vel:)

Birgitta Jónsdóttir, 12.1.2009 kl. 09:05

2 Smámynd: Ár & síð

Sæl, hún vissi það.

Það er ömurlegt að sjá Ísraelsmenn nota vopn sem Bandaríkjamenn gefa þeim til að eyðileggja sjúkrahús sem Norðurlandabúar gefa þeim.

Þessi kenning Ísraelsmanna um að þeir sprengi sjúkrahús til að ná til Hamasmanna gengur bara ekki upp því þeir hringdu t.d. þangað áður og létu vita af væntanlegri sprengjuárás. Ef Ísraelsmenn halda í raun að sjúkrahússfólkið leyni Hamasliðum hljóta þeir að gera sér grein fyrir að starfsfólkið lætur þá auðvitað líka vita svo þeir geti flúið. Rétt viðbrögð hersins væru að umkringja spítalann og leita, þeir hafa löggæslu á svæðinu.

Kalt mat? Ísraelsmenn vilja hækka dánartíðni barna á Gazasvæðinu.

Ár & síð, 12.1.2009 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband