www.folkalley.com

Þjóðlagatónlist á sér marga áhangendur og ég er einn þeirra. Ég hef mjög gaman af því að hlusta á sendingar bandarísku netútvarpsstöðvarinnar FolkAlley sem býður upp gríðarlega fjölbreytt úrval fyrir okkur folkies. Allan sólarhringinn er útsending í gangi með kynnum sem hafa fjölbreyttan smekk fyrir folk og world tónlist. Svo er send út sérstök rás sem kallast Fresh Cuts með öllu því nýjasta úr þessum kima tónslitarinnar. Það áhugaverðasta er þó kannski Open Mic þar sem hlustendur geta sjálfir hlaðið upp sinni eigin tónlist skv. ákveðnum reglum. Hlustendur geta svo ýmist hlustað á lag og lag á síðunni eða sótt tónlistina í sína eigin tölvu. Því til viðbótar er svo ítarleg umfjöllun um ýmsa valda tónlistarmenn alls staðar að.
     Það kostar ekkert að skrá sig á síðuna og ég mæli eindregið með henni fyrir áhugamenn um þjóðlagatónlist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband