11.12.2008 | 16:52
Krónan er skráð 25% of hátt
Í október var krónan komin niður í 24/1 DKK þegar gengisskráning var stöðvuð. Hún hófst á ný með tilbúna genginu 18/1 DKK nokkrum dögum síðar og þeirri afstöðu hefur ekkert verið breytt. Því er hægt að reikna úr raungengi erlends gjaldmiðils þannig nú (1 DKK á genginu 20,83 tekin sem dæmi:) 20,83 / 3 x 4 = 27,77 ISK. Raungildi 1 USD er því þetta: 117,19 / 3 x 4 = 156,25 ISK. Þegar alvöru fleyting hefst kemur þetta væntanlega í ljós.
Krónan veiktist um 1,2% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér sýnist þetta nú frekar þíða að krónan fljóti aðeins of hátt og eigi gengi hennar eftir að lækka þegar hún fer að drekka í sig þann vökva sem hún flýtur í.....
Ómar Bjarki Smárason, 11.12.2008 kl. 22:25
Rétt, það er auðvitað prentvilla í fyrirsögninni eins og kemur fram í færslunni. Ég breyti því. Og varla hefur krónan styrkst síðan þetta gerðist...
Ár & síð, 11.12.2008 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.