Seðlabankastjórinn Riad Salameh

Riad Salameh stýrir seðlabanka Líbanons. Á árinu 2007 sá hann hvað framundan var í efnahagsmálum en hann hringdi ekki í gleymna ráðherra eða skrifaði skýrslur með skilaboðum á milli línanna. Nei, hann setti líbönskum bönkum einfaldlega þau skilyrði að koma sér út úr alþjóðlegum skuldbindingum. Þeir fengu ekki leyfi til að skuldsetja sig um of og urðu að hafa 30% eigna sinna í reiðufé. Þeir fengu ekki leyfi til að kaupa skuldavafninga og veikburða bankar urðu að renna saman við stærri og sterkari banka. Seðlabankastjórar hafa nefnilega völd.

Fjármálakreppan sneiðir nú fram hjá Líbanon, seðlabankinn ræður yfir fúlgum fjár og rekstur banka þar er með miklum ágætum, þrátt fyrir miklar skuldir vegna enduruppbyggingar eftir áratuga stríðsátök. Um þetta má lesa hér.


mbl.is Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Góður punktur hjá þér.

Hins vegar eru völd Seðlabanka mjög misjafnlega mikil á milli landa. Mjög líklega hefur þessi Seðlabanki haft svipuð völd og gamli Seðlabankinn hafði áður en Fjármálaeftirlitið var stofnað og mjög líklega verður Nýi Seðlabankinn með þessi völd.

Það er hins vegar ómögulegt að vita, hvað gerðist á bak við tjöldin undanfarin 2-3 ár. Mín tilfinning segir mér að Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið hafi varað sterklega við erfiðleikum - kannski ekki gjaldþroti ? - og ríkisstjórnin hafi einfaldlega skellt skollaeyrum við "úrtölu- og svarsýnismönnum".

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.12.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband