9.11.2008 | 10:21
Nú á að finna sökudólga!
Í fimm vikur hefur verið tönnlast á því að ekki megi leita uppi sökudólga heldur eigi bara að fara yfir málin. Ef einhver ráðamaður ropar einhverju upp úr sér, þótt hann hafi ekkert að segja, eru því gerð vönduð skil í öllum fréttamiðlum. En þegar haldinn er öflugur fundur til að mótmæla ástandinu með nokkrum afbragðsgóðum ræðum eru þær hunsaðar, rétt eins og enginn hafi sagt neitt, en allri athyglinni beint að nokkrum prökkurum sem grýta gamalt hús í miðbænum með matvörum. Menn tala ábúðarfullir um saurgun hússins en auðvitað er það hjón eitt við hliðina á þeirri saurgun lands og þjóðar sem hefur átt sér stað undanfarið og sem fólki ofbýður algjörlega. Kreppan er rétt að byrja og þessi mótmæli eru bara fyrirboði þess sem koma skal þegar þjóðin hefur ekki lengur neinu að tapa.
Eggjum kastað í Alþingishúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já Matthías ég held að veturinn framundan verði sögulegur og verði minnst á spjöldum sögunnar og því miður held ég að þú hafir rétt fyrir þér um að kreppan sé bara að byrja
Gylfi Björgvinsson, 9.11.2008 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.