24.10.2008 | 19:55
Lélegustu viðskipti sögunnar?
Um síðustu aldamót seldi þáverandi fjármálaráðherra þrjá íslenska banka fyrir um 50 milljarða króna en leysir þá nú aftur til sín sem forsætisráðherra fyrir 1000 milljarða króna. Man einhver eftir lakari fjárfestingu í heimssögunni?
Furðulegt að samtalið skyldi leka í fjölmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei.
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.10.2008 kl. 20:00
Bankarnir voru ekki meira virði á þeim tíma eins og ríkisstarfsmennirnir ráku þá. Þeir voru metnir af að minnsta kosti 2 alþjóðlegum matsfyriritækjum. Fyrstu 1-2 árin gat hver sem er keypt sér hlutabréf í þeim en almenningur sýndi þeim lítinn áhuga. Þegar kjölfestuhlutarnir voru síðan seldir þá var hvert hlutabréf meira að segja selt dýrara en daginn áður sem almenningi bauðst að kaupa á. Hafi kjölfestuhluturinn verið á útsölu þá var um OFURÚTSÖLU að ræða til almennings þar á undan.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.10.2008 kl. 20:28
Þeir eiga eignir og skuldbindingar sem eru mikils virði. Það +a einfaldlega eftir að gera dæmið upp. Sérfræðingar í fjármálageiranum reikna t.d. með að eignir Landsbankans dugi ca fyrir lögformlegum skuldbindingunum í Icesave t.d. þegar búið verður að koma öllu í verð. Svo þegar öll kurl verða komin til grafar þá verða svo bankarnir seldir og þá mun ríkið væntanlega verða búið að fá inn þar með fyrir megninu jafnvel. Svo má ekki gleyma því að þó að bankarnir hefðu ekki farið á hausinn þá hefði ríkið samt tapa vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.10.2008 kl. 20:45
,,Þeir eiga eignir og skuldbindingar sem eru mikils virði."
Það er auðvitað stóra blekkingin. Það líður ekki á löngu uns búið verður að a) selja eignir fyrir hundlágt verð, b) taka lögtak í eignum um allan heim sbr. Hollendinga í Noregi og c) sýna fram á að þetta er allt meira og minna skuldsett.
Auðvitað væri frábært ef þarna lægu t.d. 500 milljarðar en þá vantar engu að síður 500 milljarða.
Svo má ekki gleyma fjórða bankanum sem er tæknilega gjaldþrota, Seðlabankanum. Samt er bara búið að skipta um bankastjóra í hinum þremur.
Ár & síð, 24.10.2008 kl. 20:58
Það má ekki gleyma hvað þessir bankar borguðu til ríkissjóð á þessum árum, t.d. held ég að Kaupþing hafi borgar 600 miljónir í skatta 2005. Þannig að mér finnst þetta annsi mikl einföldun. Án þess að ég sé að segja að ég hafi verið sáttur við þessa sölu á sínum tíma.
Galgopinn, 24.10.2008 kl. 21:08
Það er alveg rétt að ríkið hefur fengið skattgreiðslur af ýmsu tagi, líklega allnokkra milljarða, fólk hefur fengið laun og sumum verið boðið í lúxusferðir, góðgerðasamtök hafa fengið milljónir og allt það, en 1000 milljarðar? Það er 20.000 sinnum 50 milljónir.
Heldur einhver því í alvöru fram að ríkið hafi hagnast um 1000 milljarða á bönkunum á þessum árum og sleppi því skaðlaust frá þessu hneyksli? Færslan snýst ekki um gagnrýni á söluna sem slíka heldur þetta skelfilega tap.
Ár & síð, 24.10.2008 kl. 21:18
Kíkið á þessa frétt, sem mér þykir undarlega lítið hafa verið fjallað um.
Að vísu stendur eitthvað þarna um dótturfélag, bla, bla, en samt...
Og hvernig getur "blásnauður og sárasaklaus" maður keypt eignir Landsbankans (eigin eign) nema hann fái hana á útsölu?
Ætla Bretar að selja eigur Landsbankans í Bretlandi, sem þeir frystu, á brunaútsölu undir nefinu á okkur, á meðan við stöndum í samningaviðræðum við þá?
Það gæti læðst að manni grunur um það.
Greta Björg Úlfsdóttir, 26.10.2008 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.