Keisarar og trölltryggir geldingar

Ég var að horfa á afar áhugaverðan þátt um keisara nokkurn á Ming-tímabilinu í Kína. Hann lét taka marga af efnilegustu ungpiltum landsins og gelda þá en þannig tryggði hann sér óskorðaða hollustu þeirra og tryggð. Þeir áttu sem geldingar nefnilega enga möguleika til lífs utan forboðnu borgarinnar og var auk þess einna helst treystandi fyrir kvennabúri keisara.

Ég sá svo ákveðna tengingu þessa við nútímann í þessari færslu hjá honum Guðbirni Guðbjörnssyni Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Misjafnar eru aðgerðir þjóðarleiðtogana.

Datt í hug er las færsluna þína að fyrir nokkrum árum var Austfirðingur nokkur í þættinum "Maður er nefndur" Hann var vilhollur Stalín sáluga og fannst það ekkert tiltöku mál þó hann léti drepa einhverjar milljónir af þegnum sínum. "Þetta voru hvort sem er allt saman gamalmenni sem komin voru á grafarbakkan hvort sem er og því skipti það engu máli þó Stalín hafi flytt eitthvað aðeins fyrir brottför þeirra úr þessu lífi."

Nú geta vinirnir, Austfirðingurinn og Stalín, spjallað saman í ró og næði annað hvort á himnum eða í hellvíti. Ekki veit ég hvar þeir eru. 

Dunni, 31.7.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband