22.7.2008 | 15:37
Fátæk börn á Íslandi
Nú er nokkuð rætt um fátækt. Af því tilefni rifjaðist upp fyrir mér að hér voru eitt sinn til samtök sem hétu ,,Fátæk börn á Íslandi". Þau fengu töluvert af gjafafé og stóðu fyrir söfnunum sem að minnsta kosti sumar voru á jaðri laganna. Um það er til dæmis fjallað hér.
Fyrir samtökum þessum fór Jón Egill Unndórsson og væri nú gaman ef einhver fylgdi því eftir sem byrjað var að skoða árið 2006. Auðvitað fer enginn fram á að mögulegir þiggjendur séu nafngreindir en þetta eru áhugaverðar spurningar því margir reyndu árum saman að afla upplýsinga um þessi samtök en gekk illa.
Athugasemdir
Það er nú þannig að ekki rata allar safnanir í vasa þeirra sem safnað er fyrir. Það væri fróðlegt að frétta af söfnuðinum Jóni Unndórs. Söfnuður og söfnuður.???
Dunni, 24.7.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.