Ljúfa lífið í Keníu

Einhverjir halda því fram að nú sé gaman að búa í Keníu, gott ef þar á ekki að ríkja friður, samheldni og eindrægni og enginn hrakinn að heiman, hvað þá að fólk þurfi að flýja til útlanda.

Nú vill svo til að ég hef í gegnum KIVA tekið þátt í örlánastarfsemi í nær ár og m.a. lánaði ég í haust Keníubúa einum, Samuel Nganga Kimani að nafni. Hann er einn örfárra sem ekki hefur getað staðið í skilum og hver skyldi nú ástæðan vera? Um hann má lesa hér. Að lestri loknum geta svo menn reynt að halda því fram að ekki ríki flóttamannavandi í Keníu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Kannski þú ættir að senda þetta bæði á Stöð 2 og til dómsmálaráðherra.

Þakka þér fyrir upplýsingarnar

María Kristjánsdóttir, 6.7.2008 kl. 16:13

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Takk fyrir!

Það væri holt fyrir Ómar Valdimarsson að lesa þetta. Það má segja, að þú hafir slitið upp af hálmstráum Björns Bjarnasonar. Takk fyrir að vísa mér á þessa síðu!

Auðun Gíslason, 6.7.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband