3.6.2008 | 19:46
Enn ruglað með sumartímann
Á Íslandi er eilífur sumartími. Þess vegna er það ótrúlegt rugl að halda því fram í 7-fréttum RUV að Ísland sé eina landið í Evrópu sem ekki skiptir yfir í sumartíma. Ísland er eina landið í Evrópu (og þótt víðar væri leitað) sem ekki skiptir yfir í vetrartíma.
Þetta er skemmtilega táknrænt fyrir þjóð sem virðist eiga í megnustu erfiðleikum með að klæða sig eftir veðri.
Það er hins vegar allt annað mál að það er skemmtileg hugmynd að taka aftur upp mismunandi tímabelti á Íslandi. Fram á 20. öld var nefnilega ekki sami tími á Seyðisfirði, Akureyri og í Reykjavík.
Athugasemdir
Ef samstaða er um það innan bæjarins að breyta klukkunni, er þá ekki einfaldara upp á samskipti við aðra í landinu að breyta frekar vinnutíma í bænum, opna fyrr og loka fyrr?
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 4.6.2008 kl. 14:19
Hver segir að þeir vilji eigi samskipti við aðra en útgerð Norrænu?
Fram til ársins 1907 (minnir mig) var stundarfjórðungsmunur á Reykjavík og Akureyri og annar stundarfjórðungsmunur á Akureyri og Seyðisfirði. Þá skipti það nú líklega minna máli en í dag.
Ár & síð, 4.6.2008 kl. 16:18
Mér þykir þú minnugur, Matti! Mig rámar ekki einu sinni í þennan tímamun!
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.6.2008 kl. 17:50
Svona er að vera stálminnugur (á það sem maður hefur lesið)!
Ár & síð, 4.6.2008 kl. 19:19
Fyrst þú ert ekki álminnugur er þetta í fínasta lagi...
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.6.2008 kl. 19:42
Matti veit sem er að ég er alltaf kortérinu á eftir honum hvort eð er....
Steingrímur Helgason, 8.6.2008 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.