Skjót viðbrögð...

Ég var á ferð í Narsaq á Grænlandi í apríl. Gestgjafi okkar sagði að við hefðum átt að vera viku fyrr á ferðinni, þá hefðum við fengið ísbjarnarkjöt. Við settum upp stór augu en hann sagði ísbjörn hafa komið syndandi að byggðinni og dýrið verið skotið umsvifalaust. Einhverjir útlendinganna fóru að malda í móinn yfir þessari meðferð en þá sagði Finn: ,,Börn voru að leik í fjörunni, hvað hefðum við átt að gera?"

Að sjálfsögðu settu Grænlendingar kjötið á ,,brettið" og rann það ljúflega niður um allan bæ. Það sama gera þeir við æðarfugla sem villast í net sjómanna.

Það er undarleg aðgerð að urða kjöt af dýrum í útrýmingarhættu sem verður að fella, þau eru jafn dauð fyrir því.


mbl.is Skýrist á næstu dögum hvað verður um ísbjörninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Det er bedre at vi spiser bamsen enn at den spiser oss.
Husker du da tyskeren ble spist på Svalbard og kompisen satt og så på måltidet gjennom kikkert ?

Heidi Strand, 3.6.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Ár & síð

Turistprovianten?

Ár & síð, 3.6.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Evert S

Málið er einfalt bangsi sem er komin of nálægt byggð er hættulegur og verður að bregðast hratt við, það er ekkert smá mál að flytja svona bangsa aftur á sínar heimaslóðir. yrði líklega að gera slíkt með þyrlu og marg svæfa greyið.

Öruggasta leiðinn var farin í dag og sú eina rétta. þó leiðinleg hafi verið

Evert S, 3.6.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband