17.5.2008 | 20:19
Hvað gera Danir með sína dönsku krónu?
Danir eru í ESB, ekki með evru en með danska krónu beintengda við evruna, svipað og tillögur hafa komið um hér á landi.
Í Politiken í dag segir:
"OP TIL WEEKENDEN hævede Danmarks Nationalbank renten 0,1 procentpoint til 4,35 pct. som en konsekvens af den internationale kreditkrise..."
Ef danski seðlabankinn getur hækkað vexti innan ESB ætti sá íslenski að geta gert það líka.
Geir: Ég vil ekki ganga í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er ekki sjálfstæðismanneskja, ég er óflokksbundin, en ég tek ofan fyrir Geir. Hlustið þið á það sem hann er að segja, því það er sannleikur. Ég bjó í hjarta evrópu í 30 ár og er ný flutt aftur heim. Ég varð vitni að því þegar evrópa sameinaðist, landamærinn opnuðust og allt breyttist. Svo kom evran og rústaði restinni fyrir meðalmanninum. 11 milljón þjóðverja búa UNDIR fátækramörkum,,, í köldum íbúðum... 4 hvert barn í Berlín líður skort. TIL HAMINGJU EVRÓPA!!! Flott mál maður! Þetta er svipað í allri evrópu nema Lúxemburg sem er ennþá ríkt land. Geir talaði úr mínum munni í kvöld. Við ERUM mjög sérstök þjóð. Viljum við selja okkur fyrir efnishyggju? Halló? Ég ráðlegg hverjum einasta íslending með skoðanir, að lesa ÖLL evrópulögin áður en þeir dæma Geir og hans staðreyndir. Síðan ættu þeir að lesa allt um Jón Sigurðsson heitinn. Nei ég hef ekki lesið öll evrópulögin en ég upplifði tonn af þeim. Rockhard reality! Ég elska þetta land og dáist að þjóðinni með allann sinn dugnað, og þegar maður upplifir í hnotskurn hvað þetta evrópusamband er, þá þakkar maður fyrir að koma hingað heim og taka þátt í samhentu reddingarþjóðfélagi sem stendur sig eins og stórveldi. Það má margt betur fara hér á landi, en ég vona að ég þurfi aldrei aftur að upplifa að búa undir evrópubákninu. Að ég þurfi aldrei aftur að borða bara útlenskt kjöt eða grænmeti. Íslensk matvara er lostæti! Ef þið bara vissuð hvað Ísland er mikil paradís. Ég bjó í 88 miljón manna þjóðfélagi og borgaði 6 sinnum meira í rafmagn og hita en ég borga hér á landi. Ég þakka Guði í hvert sinn sem ég drekk ískalt vatn úr krananum, því það er ekki búið að fara 7 sinnum í gegnum mannslíkamann. Mér finnst að þjóðin mætti taka sig aðeins á, og Geir mætti rassskella alla ríkisstjórnina opinberlega á Austurvelli :=)
Anna Ragnhildur, 17.5.2008 kl. 22:39
Matti, ég er eiginlega á Önnu línu í þessu, eftir vandlega íhugun.
Á bara eftir að koma því frá mér í óbundnu máli.
Steingrímur Helgason, 18.5.2008 kl. 00:12
Þetta er athyglisverð lesning hjá Önnu þótt líklega megi nú rekja mikinn hluta vanda Þjóðverja til sameiningar Austur- og Vestur-Þýskalands á tíunda áratug. Ég hef reyndar líka búið í ESB-landi og veit að margt getur gerst í hinum ýmsu löndum, þetta er alls ekki ein samsteypt blokk eins og margir halda. Það sem ég er að vísa til er að það er sjálfsagt að ræða kosti og ókosti ESB-aðildar en það þarf þá að gerast með réttum upplýsingum á báðar hliðar, ekki upphrópunum sem ekki standast skoðun.
Það er að minnsta kosti ljóst að Ísland á ekkert erindi í ESB eins og staðan er núna og kæmist aukinheldur tæplega inn því það er líklega langur vegur frá að ríkið uppfylli öll umsóknarskilyrði, t.d. hvað varðar verðbólgu og skuldir þjóðarbúsins. Nú er því hægt að ræða framtíðarmöguleika í rólegheitum og vega og meta rök, kosti og galla.
Ár & síð, 18.5.2008 kl. 11:45
Mér fannst þetta líka athyglisverð lesning hjá Önnu en held að það séu svo miklu fleiri hliðar á málinu heldur en þar koma fram. Og spurningin hennar: "Viljum við selja okkur fyrir efnishyggju?" Erum við ekki að því? Erum við ekki að selja stórveldunum landið smátt og smátt með því að leyfa þeim að reisa hér stóriðju, virkja orkuauðlindirnar fyrir hana og hleypa þeim inn í okkar örsmáa efnahagslíf? Kemur ekki að því að stórveldin geti ráðskast með okkur að vild og við verðum að hlýða hvort sem okkur líkar það betur eða verr? Er kannski komið að því nú þegar?
Ég las bloggfærslur hjá einu bloggvenzli mínu í gærkvöldi sem ég bið fólk endilega að lesa: Þessi kom á undan og svo þessi skömmu síðar. Mér brá við lesturinn en svo las ég og þýddi jafnóðum fyrri færsluna fyrir Bretann, sambýlismann minn, og hann sagði strax: "Þetta er satt." En ég streitist við... vil ekki trúa þessu. Hvað haldið þið?
Lára Hanna Einarsdóttir, 18.5.2008 kl. 12:10
Og hvað fiskimiðin varðar eru þau hvort eð er öll komin í eigu einstaklinga og varla rænir ESB kvótum frá þeim svo þar er líklega ekkert að óttast.
Annars býður mér í grun að "Anna Ragnhildur" og "Micha" séu ein og sama manneskjan að tuða við sjálfa sig, svona eins og "Kona í Vesturbænum" og "Menntaskólanemi i Hlíðunum" gerðu í Velvakanda og DV hér forðum tíð. A.m.k. er einkennilegt að "Micha" skuli elta uppi þau tvö blog sem "Anna Ragnhildur" póstaði athugasemd sína á og svara þar (en kannski skjátlast mér eins og "Önnu R." um íbúafjölda Þýskalands hins nýja)
Ár & síð, 18.5.2008 kl. 14:48
Til hamingju með það, Micha.
Maður á að láta í sér heyra. Ég bíð spenntur eftir fyrstu bloggfærslunni þinni.
Ár & síð, 18.5.2008 kl. 14:58
Þú veist alveg jefn vel og ég hvað Danir gera við sína dönsku krónu. Þeir kaupa Weekend Sex og øl og skemmta sér konunglega.
Dunni, 22.5.2008 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.