25.3.2008 | 20:49
Sameiginleg ábyrgð árásarmanna
Stundum ræðst hópur manna á einn eða eða fleiri og einhver (einn eða fleiri) úr hópnum misþyrmir einu fórnarlambanna illa en sleppur engu að síður því ekki er hægt að skera úr um hver er ábyrgur.
Nú er til umfjöllunar í Danmörku mál frá því á 9. áratug þar sem lögreglumaður var myrtur í bankaráni án þess að neinn væri nokkru sinni dæmdur fyrir morðið, þótt ræningjarnir hefðu síðar náðst. Glæpamennirnir þögðu nefnilega allir sem einn um hver hefði hleypt af skotinu sem drap.
Ég þekki ekki íslensk lög nógu vel til að vita hvernig dæmt yrði í sambærilegu máli hér en þetta er augljóslega nokkuð sem þarf að taka til umræðu í ljósi þess að glæpaflokkar, erlendir sem heimasaumaðir, virðast nú vaða uppi í stöðugt auknum mæli. Ef ekki fæst á hreint hver er sekur um t.d. verstu árásina á einstakling vegna þess að enginn segir neitt þarf því að dæma ALLAN hópinn sekan, það er nauðsynleg leið til þess að koma lögum yfir svona glæpagengi.
Leitað að árásarmönnum á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjartanlega sammála svo er spurning hvort ekki á að hafa sem reglu þegar erlendir hópar eiga i hlut að keyra þá bara alla út á flugvöll við eigumnóg með innlenda
Jón Aðalsteinn Jónsson, 25.3.2008 kl. 20:56
Í þrefalda morðinu á Orderud-búgarðinum í Noregi voru fjögur sakfelld í tengslum við morðin. Enginn játaði en sönnunargögn lágu fyrir og ásakanir gengu á víxl. Orderud-hjónin, systir hennar og fjórði aðili fengu dóm. Ekki liggur enn fyrir hver framdi verknaðinn.
Heidi Strand, 25.3.2008 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.