Dalai Lama & Falun Gong

Kínverk stjórnvöld skilgreina Dalai Lama sem foringa hryðjuverkamanna. Ég efast um að nokkur hugsandi maður á Vesturlöndum taki undir þessa skilgreiningu, í okkar heimshluta er þvert á móti litið á hann sem merkan og gáfaðan mann.

Fyrir nokkrum árum skilgreindu íslensk stjórnvöld Falun Gong sem hryðjuverkahóp sem ekki mætti hleypa inn í landið. Það eru ekki margir hugsandi menn á Vesturlöndum sem taka undir þá skilgreiningu. Það er kannski kominn tími til að íslensk yfirvöld viðurkenni þessi alvarlegu mistök og biðjist afsökunar á þeim. Þá yrðu stjórnarherrarnir menn að meiri.


mbl.is Dalai Lama segir menningarlegt þjóðarmorð framið í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég myndi ekki veðja á að stjórnarherrarnir verði nokkurntíma menn meiri.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.3.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband