Að þýða orðið American

Það er orðin einhver þráhyggja manna að þýða orðið American alltaf sem bandarískur. Nýjasta dæmið er í Mogga dagsins þar sem sagt er frá hinni frægu ljósmynd "American Girl in Italy" og það auðvitað þýtt sem ,,Bandarísk stúlka á Ítalíu", jafnvel þótt fram komi í sömu setningu að um konu frá Kanada sé að ræða.

Líklega fara menn næst að segja að Kólumbus hafi fundið Bandaríkin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Ég mun hér eftir kappkosta að tala um Ameríkana við öll tækifæri.

Gísli Ásgeirsson, 1.3.2008 kl. 08:43

2 Smámynd: Ár & síð

Kanadíska hljómsveitin Guess Who söng um "American Woman" og hefði ekki orðið sátt við þýðinguna ,,Bandarísk kona". Málförsin okkar á Stöð 2 eru svolítið upptekin af þessu.

Ár & síð, 1.3.2008 kl. 09:44

3 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Getum við ekki talað um Kanans land?

Gísli Ásgeirsson, 1.3.2008 kl. 13:01

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það gleymist alltof oft að Norður-Ameríka er ekki bara Bandaríkin. Ég held að að við gætum aðmörgu leyti tekið okkur Kanada til fyrirmyndar, til dæmis í innflytjendamálum (án þess að hafa kynnt mér það sérstaklega). Kanada er það land sem oftast hefur verið á toppi listans yfir þau lönd sem best er að búa í í heiminum.

Past top countries

The number one ranked country in each year of the index. Canada has been the highest ranked country ten times, followed by Norway, which stayed at the top six times. Japan has been ranked highest twice and Switzerland and Iceland once.

Wikipedia: Human Development Index 

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2008 kl. 13:22

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Og svo er Mexíkó auðvitað líka í Norður-Ameríku...

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2008 kl. 14:21

6 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Reyndar söng hljómsveitin Grand Funk Railroad lagið "We're an American Band".  Í þeirra huga er American Bandarískur.

Hjalti Garðarsson, 3.3.2008 kl. 13:32

7 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Hvað ertu að reyna að segja Matti?  Fann Kólumbus ekki Bandaríkin?

Hann fann þau svo sannarlega, bara ekki fyrstur.  Ekki er ég að gorta mig af því að hafa fundið Ameríku, þótt ég fljúgi þangað öðru hvoru.

Hjalti Garðarsson, 3.3.2008 kl. 13:42

8 Smámynd: Ár & síð

Lennon átti náttúrulega besta svarið þegar hann var spurður eftir fyrstu Ameríkuferð Beatles:

"How did you find America?"
-"Turn left at Greenland!"

Ár & síð, 3.3.2008 kl. 15:22

9 Smámynd: Ár & síð

Þetta er alveg rétt hjá þér með Grand Funk, Hjalti. Þegar Bandaríkjamenn segja "American" meina þeir (nær) alltaf "bandarískur". Við sem vitum að til eru löndin Kanada og Mexíkó eigum hins vegar ekki að láta þeirra skilning ráða því hvernig við hugsum og tölum.

Ár & síð, 3.3.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband