29.2.2008 | 18:51
Trúarbragðakrísa vegna þróunar tungumáls
Það er ótrúlegt að fylgjast með umræðu um sparigrísi í Bretlandi þar sem öfgafullir múslímar heimta að bankar hætti að nota þá því svín séu vanhelg dýr. En uppruni orðsins er allt annar.
Pygg var enskt orð yfir sérstaka leirtegund sem notuð var til að búa til ýmsa leirmuni og pygg jar var líklega aurakrukka sem svo er kannski farið að kalla pygg bank þegar í hana hafði safnast eitthvað. Þessi merking týndist svo smám saman, orðið fékk með tímanum sama framburð og pig og þar með var hugtakið ,,sparigrís komið fram - og byggist á misskilningi.
Hvernig er það annars með Bónus, versla ekki múslímar á Íslandi þar eins og annað hagsýnt fólk?
Athugasemdir
Carrefour bleikfíllinn spænski varð að svíni á Íslandi, eitt gott dæmi um vel stolið 'lógó'.
Máske láta börn barnabarna okkar aur sinn í framtíðinni í einhvern leirúlfaldann.
Steingrímur Helgason, 29.2.2008 kl. 19:12
Þetta með leirúlfaldann er auðvitað brilljant, hér á Íslandi gætum við þó notast við leirskáldið.
Ár & síð, 29.2.2008 kl. 20:23
Mig minnir að ég hafi séð einhvers staðar að þetta með svínin í Bretlandi sé tómur tilbúningur. Urban Legends verða oft til af litlu tilefni, og þurfa bara að falla vel að umræðu dagsins til að fara á flug.
Sæmundur Bjarnason, 29.2.2008 kl. 20:45
Ef þessi saga um pygg er þjóðsaga úr samtímanum þá hefur þeim sögusmiðum tekist vel upp, hér er tilvísun í Breska alfræðiorðasafnið.
Ár & síð, 1.3.2008 kl. 06:57
Í blogginu mínu er ég búin að grafa upp eitt og annað varðandi þessa svokölluðu "frétt", sem lesa má í tveimur færslum, það er að segja "Grísaveisla á Íslandi í boði Jótlandspóstsins" og einnig "Velferðargrísirnir".
Rakst líka á ansi gott komment í bloggi, frá einhverjum Hauki:
"Með því að tvinna saman nokkrar gamlar og nýjar, missannar ákvarðanir er undinn þráður sem gefur þá ímynd að sjaría-lög séu um það bil að taka gildi í Evrópu."(þetta las ég hér)
Jæja, skelli bara hér inn til hægðarauka fyrir ykkur því sem mér fannst nokkuð góð og ítarleg athugasemd um þetta hjá mér í bloggi Kela, sem svar mitt við þessu svari hans til mín (, ha, ha):
"Gréta. Það er tvennt ólíkt í því að vera rasisti og að hatast við yfirganginn og frekjuna í þessu lið.
Þú elskar börnin þín en þolir ekki og hatar í raun frekjuna í þeim.
Sami hlutur. "
Mitt svar:
Keli, hvernig væri þá, fyrst þú líkir þessu við fjölskylduerjur, að kynna sér málin aðeins varðandi þessa meintu "frekju" í múslimum. eða reynir þú ekki að setja þig inn í málin þegar um börnin þín er að ræða?
Það voru bankarnir sjálfir sem tóku þessa ávkörðun um sparigrísina, í ljósi viðskiftahagsmuna, um það hér og hér.
Þetta sagði formaður sambands múslima í Bretlandi um það að þessi skóli hefði tekið allt um grísi út úr námsefninu:
"But Shaykh Ibrahim Mogra from the Muslim Council of Britain branded the move 'bizarre'.
He said: "The vast majority of Muslims have no problem whatsoever with the Three Little Pigs. It's always been the traditional way of telling the story and I don't see why that should be changed." "
Meira hér.
Tek undir eftirfarandi orð Hauks um þessa frétt sem "blaðamaður" Morgunblaðsins þýðir svo dyggilega upp úr Jótlandspóstinum danska (sem er lengst til hægri í pólitík, ef menn vissu það ekki) og mér skilst að RÚV hafi líka verið með:
"Með því að tvinna saman nokkrar gamlar og nýjar, missannar ákvarðanir er undinn þráður sem gefur þá ímynd að sjaría-lög séu um það bil að taka gildi í Evrópu."(þetta las ég hér)
Um hið meinta bann á Bangsimon og gríslinginn getur þú lesið hér.
Bendi þér líka á stórgóðan tengil í þessari færslu Tinnu Gígja.
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2008 kl. 10:42
- - -
Í greininni sem annar tengllinn um bankana vísar á segir eftirfarandi:
"Khalid Mahmoud, the Labour MP for a Birmingham seat and one of four Muslim MPs in Britain, also criticised the piggy-bank ban.
"We live in a multicultural society and the traditions and symbols of one community should not be obliterated just to accommodate another," Mr Mahmoud said.
"I doubt many Muslims would be seriously offended by piggy banks." "
Mér finnst svo ótrúlega heimskulegt af Mogganum (og RÚV, að því er mér skilst) að birta þessa "frétt" gagnrýnislaust og þýdda beint upp úr Jótlandspóstinum. Ennþá heimskulegri finnast mér viðbrögð margra landa minna, sem láta mata sig á henni og gleypa við henni hrárri. Ég næ eiginlega ekki upp í nefið á mér yfir slíkri heimsku (eða þannig! ), svo sem sjá má.
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2008 kl. 13:07
Mér er reyndar um og ó hversu oft þessir tveir íslensku fjölmiðlarnir nota Jótlandspóstinn sem sína helstu heimild um það sem gerist í málefnum innflytjenda í Danmörku. Segir það okkur ekki eitthvað um stefnu þessara tveggja fjölmiðla í þessum málum hér á landi?
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2008 kl. 13:12
Það er að segja ef þeir hafa einhverja stefnu í þeim!
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2008 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.