Hayseed Dixie (blá)grasserar

73244Það er varla viðeigandi að segja að Hayseed Dixie rokki, hún grasserar. Frábærir tónlistarmenn sem saman hræra alveg einstakan graut af blágresi og rokki. Kántríið var sem betur fer að mestu fjarverandi hjá þeim en ég er ekki viss um að búningahönnunin hefði verið samþykkt í Laugardagslögunum.
Lagavalið var fjölbreytt, bæði þekktir rokkópusar og heimabrugg, og kynningar oft bráðskemmtilegar. Það er gaman að hlusta á fjóra svona vel samspilandi náunga sem allir sungu vel og geta verið sólóleikarar á hljóðfæri sín, líka bassaleikarinn, og að heyra hvernig þeir spiluðu bæði með og á móti hver öðrum. Svona á að gera það, ekki bara að búa til samsuðu gítara og dúnk-dúnk bassa nær því án skarpra skila á milli hljóðfæranna þannig að þótt sólófiðla eða gítar reyni að lyfta samspilinu upp á hærra plan tekst það ekki því ekkert annað sólóhljóðfæri spilar á móti.
Það er til marks um stuðið á Hayseed Dixie að hægasta lag þeirra var kannski ámóta hratt og það hraðasta hjá íslensku upphitunarböndunum. Áhorfendur tóku þeim vel en það var engu líkara en að skarinn í salnum væri orðinn hálf kraftlaus í síðari hlutanum eftir gríðarlegt fjörið allan þann fyrri. Hayseed Dixie var þó vel fagnað í lokin og þeir svöruðu með þéttum lokaspretti.
Þetta var gaman, takk fyrir að draga mig á tónleikana, Davíð frændi. Næst er það svo sjálfur Neil Young í Köben á fimmtudaginn. Mikið hlakka ég til


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kíkti á þá á Youtube og hafði mjög gaman af! Leitt að hafa ekki frétt af þessum tónleikum, ég hefði alveg viljað fara!

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.2.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband