Farísei tekur til máls

Til er maður í Netheimum sem kallar sig Jón Val og leyfir sér að skrifa eftirfarandi hrokafullan óhroða um athugasemd konu minnar sem gerði þau mistök, þvert ofan í mín ráð, að taka hann alvarlega og svara honum eins og manni:

„3. innlegg Heidi Strand hér í gær, kl. 19:08, er eins og innlegg Jóhannesar næst þar á eftir sorglegt dæmi um það, að án kristinnar sannfæringar eða án trúar er mannleg skynsemi skilin eftir án hjálpar í þessu máli…” 

Það er með ólíkindum að þarna skuli tala maður sem telur sig markaðan af kristilegum lífsgildum. Af nær 40 ára kynnum af konu minni veit ég að enginn sem ég þekki býr yfir dýpri og einlægari sannfæringu og trú en hún eða vill öðrum betur en hún. Ég fæ ekki orða bundist og leyfi mér að lýsa því yfir að ég mun aldrei aftur lesa það sem þessi eiturpenni lætur frá sér fara, það er mannskemmandi og gerir engum gagn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Matti... Jón Valur Jensson er, eins og svo margir öfgatrúarmenn, fullur mannfyrirlitningar og haturs á þeim sem eru ekki jafnöfgafullir og hann og hans nótar. Það þýðir ekkert að taka þetta nærri sér og forðast ber í lengstu lög að lenda í orðaskaki við svona menn. Þeir er löngu búni að kasta frá sér öllum mannkærleika, umburðarlyndi, víðsýni og öllu því sem prýða má góða manneskju en velta sér þess í stað upp úr kreddum, fordómum og skítkasti í allt og alla sem ekki er nákvæmlega eins þenkjandi og þeir.

Eins og sagt var forðum: Þeir hafa skítlegt eðli.

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.2.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: Ár & síð

Laukrétt, en ég segi eins og danski skartgripasalinn þegar ofbeldismaðurinn réðst á konu hans: "Nobody attacks my wife!"

Ár & síð, 21.2.2008 kl. 21:58

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég skil það vel, en vandamálið er að JVJ ræðst á ALLA sem ekki eru jafnógeðslegir í hugsun og hann. Ég hef farið tvisvar inn á síðuna hjá honum og var við það að gubba. Svo hef ég séð athugasemdir frá honum á síðum þar sem ekki er búið að loka á hann - en það mun vera allvíða.

Venjulegt fólk þolir ekki svona skelfilega öfga og skít.

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.2.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég þurfti nú að renna inn á síðuna hans til að nótera þetta niður sjálfur, hafði séð fyrri innlegg Heidi áður en að ég renndi inn mínu & missti af framhaldi umræðunnar & þessum dónahroka.

Þarft líklega ekki að renna í grafgötur með hvorum ranni ég renni í þessu félagi, þó ég hafi sett inn þarna athugasemd, frekar en að við séum ósammála með danska ofbeldið skartgjarnara.

Steingrímur Helgason, 21.2.2008 kl. 23:06

5 Smámynd: Ár & síð

Þakka þér fyrir innleggið, Steini. Ég átti nú reyndar ekki von á öðru en góðu frá manni sem ég hef veitt bleikju með.

Ár & síð, 22.2.2008 kl. 21:11

6 Smámynd: Heidi Strand

Takk fyrir stuðninginn. Ég gerði mistök en ég segi eins og við í Noregi: "Brendt barn skyr ilden."

Kveðju frá Danmörku

Heidi Strand, 22.2.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband