19.2.2008 | 16:21
Að refsa tíu milljón manns
Kúba og Bandaríkin eiga sér aldagamla sögu um samstarf, verslun og menningu.
Þegar mafían ætlaði að leggja eyjuna undir sig reis þjóðin (eða hluti hennar) upp gegn því og það fyrirgefa bandarísk yfirvöld aldrei. Þótt fyrirgefning sé kjarninn í kristinni trú er hún enginn þáttur í bandarísku stjórnkerfi.
Er nú ekki kominn tími til að loka þessu máli? Þjóðin þjáist en hugsar sem svo að betra sé að vera horaður uppreisnarmaður en feitur þræll - og lái henni það hver sem vill.
Reyndar eru kúbverskir flóttamenn líklega ein helsta hindrunin í vegi fyrir sögulegum sáttum Kúbu og Bandaríkjanna.
Viðskiptabann áfram á Kúbu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu búinn að sjá Sicko eftir Michael Moore?
Lára Hanna Einarsdóttir, 19.2.2008 kl. 16:26
Matti, þarf Kúba einhverja sátt við kanann ?
Þegar ég var þarna síðast þá streymdu inn kanadískir dollarar & spænsar EVRUr.
Með virkandi lýðræðislegu hagkerfi í stað þessarar kommúnísku þrefalda hagkerfis áþjánar ætti þjóðin alla möguleika á að plumma sig á sínum fótum. Landið er frjósamt & gjöfult, almennt er menntunarstig gott.
Ég er ekkert sérlega svartsýnn fyrir hönd Kúbverja.
Steingrímur Helgason, 21.2.2008 kl. 00:31
Sæl bæði tvö og takk fyrir spurningar.
Sicko er eina myndin eftir Moore sem ég er ekki búinn að sjá en ég les þó alltaf bloggið hans.
Ég veit ekki um sáttina, Steini. Erlendi gjaldeyririnn er mest samstarfsverkefni um túrisma og tengda starfsemi. Það kom t.d. á óvart að farsímakerfið þar er evrópskt, öfugt við tld. Mexíkó.
Kúbverskur landbúnaður er í úlfakreppu vegna útflutningsvandans. Sykur hefur ekki hækkað í verði í aldarfjórðung en landið getur ekki þróað nýjan landbúnað nema hafa örugga markaði - og það myndi líka nýtast þjóðinni mjög vel að geta keypt offramleiðslu Bandaríkjamanna á hagstæðu verði.
Ég er í sjálfu sér heldur ekki svartsýnn fyrir þeirra hönd en eyjan er þannig staðsett að hún hefur alla burði til að vera paradís á jörð (og var víst kölluð það af spænskum landnemum). Ógnin frá grannríkinu er að mínu mati hindrun í vegi fyrir lýðræðislegri þróun.
Ár & síð, 21.2.2008 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.