30.12.2007 | 16:00
KIVA - Fyrsta lánið mitt greitt upp
Fyrr í ár sagði ég frá KIVA-örlánakerfinu og fékk mikil viðbrögð.
Það hefur orðið sprenging í þessari örlánastarfsemi, bara í nýliðinni viku bættust við yfir 18.000 nýir lánendur á Kiva, 800 þúsundir dala voru lánaðar, yfir 1.000 manns fengu lán og 420 greiddu lán sín upp. Meðal þeirra var hún Tatyana Akulenko í Úkraínu sem endurgreiddi 1000 dali á 2 mánuðum. Nú hef ég því fengið fyrsta lánið endurgreitt og get lánað féð að nýju. Ég hvet alla til að skrá sig á KIVA og taka þátt í þessu starfi fyrir framtíðina.
Gleðilegt ár!
Athugasemdir
Já, hafði heyrt af þessu, þetta er ein góð hugmynd, ég skrái mig snarlega þarna.
Sá einhvern þátt um þetta & ef þú vottar að virki, þá dýfi ég mér auðvitað með.
Steingrímur Helgason, 30.12.2007 kl. 21:12
Fínt að heyra, Steini, ég veit ekki um neitt öruggara kerfi til að veita aðstoð í 3. og 4. heiminum. Það er nóg að kynna sér samstarfsfyrirtæki KIVA sem miðla lánunum í þessum nær 90 löndum til að sjá að þarna er full alvara að baki.
Það er líka kennslustund í nútímasögu að lesa um lánbeiðendur og til hvers á að verja lánsfénu. Sá lestur sannar öðru betur hvers konar lúxusvandamál við glímum við.
Ár & síð, 30.12.2007 kl. 23:18
Ég þarf að tékka á þessu.
Jens Guð, 31.12.2007 kl. 01:28
Ég líka.
Lára Hanna Einarsdóttir, 31.12.2007 kl. 02:13
Ég lána einum fjórum í augnablikinu og sumir lánþegar mínir eru farnir að greiða til baka. Ég ætla að sjálfsögðu að endurlána þann pening.
Það er rosalega gaman að taka þátt í þessu og það er ekki um miklar fjárhæðir að ræða - 25 dollara hvert lán.
Bestu kveðjur til þín og Heidi og ykkar allra!
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 31.12.2007 kl. 11:21
Matti minn, þakka þér fyrir gagnleg svör fyrir ostinn góða og margt fleira.
Lifðu heill og Gleðilegt nýtt ár. kv eva
Eva Benjamínsdóttir, 1.1.2008 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.