28.12.2007 | 23:03
Bíbí og bla bla...
Ég las söguna um Bíbí á jólaföstunni og varð svo dapur yfir þessari einbeittu ósk um að klúðra tækifærunum. Það var sama hvaða beinu og breiðu vegir voru framundan, alltaf valdi söguhetjan skurðina. Hvað eftir annað komst hún í snertingu við gott fólk sem vildi henni vel en alltaf var slegið á útréttar hendur.
Ég hafði eiginlega ákveðið að gleyma þessari bók en svo rakst ég á þessa umfjöllun hennar Hallgerðar Pétursdóttur þar sem ég er svo sammála hverju orði að ég verð eiginlega að vekja athygli á henni. Það er alltaf erfitt að verða fyrst/ur til að gagnrýna það sem aðrir hrósa svo hún á allan heiður skilinn fyrir það.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.