28.12.2007 | 18:25
Útlitið nú, hvað kemur næst?
Ýmislegt er gert sér til gamans á blogginu. Sumir vilja reyna á þanþol hins frjálsa miðils og það er auðvitað hið besta mál, séu ákveðin mörk virt. Meðal þeirra má nefna útlit fólks en nú hefur maður nokkur ákveðið að beina athyglinni að útliti nokkurra femínista sem honum virðist vera í nöp við. Margir fagna þessu tiltæki en aðrir gagnrýna það. Ég er hins vegar hugsi.
Götustrákar fyrri alda tíðkuðu það að elta fólk með skömmum og svívirðingum, gera mikið úr útlitseinkennum þess og ýkja þau og skrumskæla í lýsingum og hæðast síðan að öllu saman. Eru menn á sömu leið á blogginu? Þá hefur nú lítið unnist hvað mannasiði áhrærir. Næst er þá líklega að kjósa t.d. feitasta stjórnmálakarlinn/konuna, skrýtnasta skallann á Alþingi og ófríðasta Vestfirðinginn. Og hvers vegna að takmarka sig við stjórnmálamenn? Hvað um stærsta nefið í fréttasettinu, gulustu tennurnar eða stærstu augnpokana? Og allt fatlaða fólkið, maður lifandi. Þokkabloggararnir hafa þar um auðugan garð að gresja en ég hef ekki geð í mér til að telja upp möguleikana sem þar bíða.
Ómar er með bloggi sínu að gera svipað og Þórarinn ekki-sprengjumaður í Toronto. Hann býr til fjölmiðlafár með þátttakendum sem ekki eru spurðir álits heldur kippt inn í hringiðu ,,verksins", neyddir til þátttöku í því. Ómar gengur hins vegar enn lengra en Þórarinn því hann velur sjálfur þá sem hann vill nota í ,,verki" sínu þótt hann hafi reyndar vit á að kalla það ekki ,,listaverk".
Fegursti femínistinn valinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Matti, þessa línu lærði ég frá einum bílasala sem að enn stóð út á planinu sínu, að hözzla út ónýta skrjóða...
'Steini, sjáðu til, síðasti bjáninn í heiminum er enn ekki fæddur...'
Steingrímur Helgason, 28.12.2007 kl. 23:35
...OG MOGGINN LEPUR ÞETTA UPP Í FRÉTTUM SÍNUM!
Það finnst mér satt að segja verst.
Greta Björg Úlfsdóttir, 28.12.2007 kl. 23:50
Nei, Steini, en hins vegar verður maður að vona að foreldrar hans séu fæddir, svona framtíðar mannkynsins vegna...
Gréta, það eru nú ekki alla fréttir í Mogganum merkilegar, frekar en í öðrum blöðum.
Ár & síð, 29.12.2007 kl. 09:42
Góðir punktar hjá þér Matthías.
Benedikt Halldórsson, 29.12.2007 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.